Sykurlaus súkkulaðibúðingur með engifer

Sykurlaus súkkulaðibúðingur með engiferÞað fer ekki fram hjá nokkrum sem á annað borð fylgist með matarmenningu að á undanförnum misserum skipar hollusta í matargerð veglegri sess en áður. Sykurinnihald hefur minnkað til muna og uppskriftir af sykurlausum eftirréttum eru mun aðgengilegri.  Þessi uppskrift er ein þeirra, ég á að minnsta kosti sex nýlegar matreiðslubækur þar sem bönnum, avakadó, kakó og döðlum er umbreytt í dásemdarbúðing. Þessi er allt í senn; dásamlega einfaldur, ofboðslega góður og brjálæðislega hollur :-)  Segja má að uppskriftin sé  innblásin frá Hugh Farnley-Whittingstall, Jamie Oliver, Lorraine Pascale, Ellu Woodward og Nigellu Lawson, útkoman getur vart klikkað :-)

IMG_7381Uppskrift (fyrir 4) 

  • 2 avakadó, velþroskuð
  • 2 bananar, velþroskaðir
  • 120 gr. mjúkar steinlausar döðlur
  • 40 gr. kakóduft
  • 1 tsk. ferskt rifið engifer

súkkulaðibúðingurSetjið allt  innihaldið í matvinnsluvél og maukið saman, athugið að engiferið þarf að vera fínt rifið.

Það er best að borða þennan búðing innan 24 klst. frá því hann er búinn til, hann þarf ekki að standa í ísskáp áður en hann er borinn fram en það er ekki verra að kæla hann í smá stund.

Skiptið í 4 fallegar skálar og berið fram t.d. með ferskum berum og/eða rjóma, en hann getur alveg staðið einn og sér.

 

 

Þessi færsla var birt í Eftirréttir, Vinsælar uppskriftir og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd