Um síðuna

Á þessari síðu verða sagðar matarsögur.  Sögurnar verða til á ýmsum stöðum og þær sem eru nægjanlega kræsilegar rata hingað inn, vel kryddaðar, enda slíkar sögur alltaf þær skemmtilegustu. Sögurnar gerast í eldhúsinu mínu og/eða vina minna, á pallinum, við árbakkanum, í tjaldvagninum og á hinum ýmsu skemmtilegu stöðum.

6 svar við Um síðuna

  1. Ragnhildur sagði:

    Sæl Berglind,
    Ég sá uppskriftina af margfaldri sælu frá þér í Fermingablaði Fréttatímans. Mig langar til að spyrja þig hvort það sé óhætt að frysta bitana, semsagt baka þá um helgina og bera fram viku seinna.
    Bestu þakkir,
    Ragnhildur

    • berglindolafs sagði:

      Sæl Ragnhildur

      Ég hef ekki prufað að frysta bitana, en fyrir brúðkaup dóttur minnar bökuðum við kökuna 4 dögum áður og geymdum á köldum stað. Nauðsynlegt er að skera kökuna á meðan hún er enn volg, því hvítu súkkulaðibitarnir eru svolítið stórir og til að unnt sé að skera þá í fallega bita þá þufa þeir að vera heitir. Ég hugsa að það sé nóg að setja þá í kæli, þeir geymast örugglega í viku þar en ef þú gerir það pakkaðu þeim vel og settu lika pappir á milli laga 😉 – og taka þá svo út um morguninn. Gangi þér vel

  2. Paul sagði:

    Sæl Berglind, veistu hvar ég get kaupa hleypt egg pönnur
    Takk Paul

  3. gudnyannaarnthorsdottir sagði:

    Þessi síða er alveg ný uppgötvun og þvílík og önnur eins uppgötvun!! Búin að skoða í bak og fyrir og mun nýta mér þessar dásamlegu uppskriftir. Og ekki skemma flottu myndirnar fyrir. Til hamingju með þetta og takk fyreir mig!

  4. Sá uppskriftina að pistasíuísnum í blöðunum og voila, hann var í eftirrétt á aðfangadagskvöld, við mikinn fögnuð. Ég mun sannarlega fylgjast með hér. Bestu þakkir, Halla Þorvaldsd.

Færðu inn athugasemd