Grænmetislasagne

7652842224_IMG_1547

Uppskrift þessi varð í raun til fyrir slysni. Kvöld eitt í sumar var trufluð við eldamennskuna þegar síminn hringdi og nærveru minnar óskað á dásamlegu heimili í vesturbænum. Auðvitað brá ég undir mig betri fætinum, stakk því hráefni sem ég var með í notkun í poka og skundaði úr hlíðunum í vesturbæinn.   Í fallegu risieldhúsi hjá enn fallegra fólki var eldaði úr hráefninu sem þar hafði verið tekið úr ísskápnum og því sem ég kom með. Útkoman varð þetta líka fullkomna grænmetislasagne með kotasælu/pestó sósu í stað hefðbundinnar bechamel.  Þegar svona slys verða fullkomin þá er eins gott að endurtaka leikinn, skrá, mæla, mynda og deila – maður á jú alltaf að deila því sem gott þykir er það ekki 🙂

fullsizeoutput_3a00Uppskrift 

  • 1-2 laukar
  • 2 hvítlauksrif
  • ½-1 rautt chili, fræhreinsað
  • 1 rauð paprika
  • 100 gr. sveppir
  • 1 sæt kartafla
  • 150 gr. grænkál
  • Væn lúka ferskt óreganó eða 3 tsk. Þurrkað
  • 2 msk. góður grænmetiskraftur
  • 1 – 2 tsk. sjávarsalt
  • 1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
  • 1 dós góðir tómatar
  • 4 msk. góð tómatpúrra
  • 3 – 5 dl. vatn

Hvíta sósan sem verður græn í þessu tilfelli:

  • 1 stór dós kotasæla (500 gr.)
  • 130 gr. basil pestó

Samsetning:

  • 250 – 300 gr. lasagnaplötur
  • 200 g rifinn mozzarella

Laukur, hvítlaukur og chili er steikt í góðri olífuolíu við fremur lágan hita á stórri pönnu í 5-7 mínútur.

fullsizeoutput_3a02Skerið grænmetið í hæfilega bita, um það bil munnbitastærð og setjið út á pönnuna og steikið í smá stund.

fullsizeoutput_3a03Hrærið kryddinu saman við grænmetið á pönnunni.  Hellið niðursoðnum tómötum, tómatpúrru og vatni út á pönnuna og blandið vel saman.

Látið malla undir loki við fremur lágan hita í 20 mín.

Á meðan blandið þið „hvítu sósuna“ . Maukið kotasælu og basilpestó saman með blandara eða töfrasprota.

7799677808_IMG_1511Notið stórt eldfast mót og setjið eitt lag af grænmeti í botninn, lasagnaplötur ofan á, þá  kotasælusósuna.

7799666336_IMG_1533Endurtakið þetta þar til ekkert er eftir – en endið annað hvort á grænmetisblöndu eða kotasælusósu.  Stráið vel af rifnum osti yfir síðasta lagið.

Bakið við 180°C í um 30-35 mínútur og berið fram með góðu brauði og einföldu grænu sallati.

Þessi færsla var birt í Grænmetirréttir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd