Grænmetislasagne

7652842224_IMG_1547

Uppskrift þessi varð í raun til fyrir slysni. Kvöld eitt í sumar var trufluð við eldamennskuna þegar síminn hringdi og nærveru minnar óskað á dásamlegu heimili í vesturbænum. Auðvitað brá ég undir mig betri fætinum, stakk því hráefni sem ég var með í notkun í poka og skundaði úr hlíðunum í vesturbæinn.   Í fallegu risieldhúsi hjá enn fallegra fólki var eldaði úr hráefninu sem þar hafði verið tekið úr ísskápnum og því sem ég kom með. Útkoman varð þetta líka fullkomna grænmetislasagne með kotasælu/pestó sósu í stað hefðbundinnar bechamel.  Þegar svona slys verða fullkomin þá er eins gott að endurtaka leikinn, skrá, mæla, mynda og deila – maður á jú alltaf að deila því sem gott þykir er það ekki 🙂

fullsizeoutput_3a00Uppskrift 

 • 1-2 laukar
 • 2 hvítlauksrif
 • ½-1 rautt chili, fræhreinsað
 • 1 rauð paprika
 • 100 gr. sveppir
 • 1 sæt kartafla
 • 150 gr. grænkál
 • Væn lúka ferskt óreganó eða 3 tsk. Þurrkað
 • 2 msk. góður grænmetiskraftur
 • 1 – 2 tsk. sjávarsalt
 • 1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
 • 1 dós góðir tómatar
 • 4 msk. góð tómatpúrra
 • 3 – 5 dl. vatn

Hvíta sósan sem verður græn í þessu tilfelli:

 • 1 stór dós kotasæla (500 gr.)
 • 130 gr. basil pestó

Samsetning:

 • 250 – 300 gr. lasagnaplötur
 • 200 g rifinn mozzarella

Laukur, hvítlaukur og chili er steikt í góðri olífuolíu við fremur lágan hita á stórri pönnu í 5-7 mínútur.

fullsizeoutput_3a02Skerið grænmetið í hæfilega bita, um það bil munnbitastærð og setjið út á pönnuna og steikið í smá stund.

fullsizeoutput_3a03Hrærið kryddinu saman við grænmetið á pönnunni.  Hellið niðursoðnum tómötum, tómatpúrru og vatni út á pönnuna og blandið vel saman.

Látið malla undir loki við fremur lágan hita í 20 mín.

Á meðan blandið þið „hvítu sósuna“ . Maukið kotasælu og basilpestó saman með blandara eða töfrasprota.

7799677808_IMG_1511Notið stórt eldfast mót og setjið eitt lag af grænmeti í botninn, lasagnaplötur ofan á, þá  kotasælusósuna.

7799666336_IMG_1533Endurtakið þetta þar til ekkert er eftir – en endið annað hvort á grænmetisblöndu eða kotasælusósu.  Stráið vel af rifnum osti yfir síðasta lagið.

Bakið við 180°C í um 30-35 mínútur og berið fram með góðu brauði og einföldu grænu sallati.

Birt í Grænmetirréttir | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Bláberjakaka með möndlum, kókos og sítrónu

Loksins, loksins birtist ný færsla, ný uppskrift og sú er nú ekki af verri endanum.  Haustleg bláberjakaka sem er bæði falleg og sérlega góð.  Ekkert prjál bara heiðarleg bláberjakaka sem bæði er góð eins og sér, köld og heit, með eða án rjóma.  Verði ykkur að góðu.

7583691408_IMG_1431Uppskrift

 • 4 egg
 • 150 gr. sykur
 • 200 gr. smjör – brætt
 • 1 tsk. vanilludropar
 • Sítrónubörkur fínt rifinn af 2 stírónum (bara ysta lagið, þetta gula)
 • 180 gr. möndlumjöl
 • 60 gr. kókosmjöl (fínt)
 • 70 gr. hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 200 gr. bláber
 • 20 gr. möndluflögur

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 22 cm smelluform vel.

Hræra egg og sykur vel saman.

Bræðið smjörið, kælið og blandið saman við eggjahræruna ásamt vanilludropum og sítrónuberki.7854203808_IMG_1439

Setjið þurrefnin, möndlumjöl, kókosmjöl, hveiti og lyftidufti í skál og blandið vel saman. Hrærið síðan saman við eggja og smörblönduna.

7652834256_IMG_1447Bætið 150 gr. af bláberjum varlega saman við deigið og hellið í velsmurt 24 cm smelluform.

7856275952_IMG_1459Stráið 50 gr. af bláberjum yfir deigið og möndluflögunum ofan á bláberin.

Bakið í 180°C heitum ofni í 50 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn út.

7721992752_IMG_1468Látið standa og kólna í 30 mínútur áður en kakan er tekin úr forminu og sett á kökudisk. Þessi kaka er dásamlega góð volg með þeyttum rjóma sem eftirréttur eftir góða máltíð en ekki síðri köld á síðdegisborðið með kaffinu eða árdegisverði.fullsizeoutput_3973

Birt í Bakstur, Kökur | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd

Rósmarín kjúklingaspjót með einfaldri kaldri sósu

Grilluð rósmarín kjúklingaspjótKjúklingur, sítróna og rósamarín ásamt góðu sinnepi, hunangi og olífuolíu er kombó sem getur vart klikkað.  Þessi grilluðu kjúklingaspjót eru hreint afbragð og fyrirhöfnin ekki mikil.  Það má vel bjóða upp á þessi spjót sem aðalrétt eða sem hluta af hlaðborði, einn af af nokkrum smáréttum og getur flokkast sem tapas réttur.  Eitt er víst að ég á eftir að endurtaka þessa uppskrift innan skamms svo góð er hún.

IMG_0049Uppskrift 

 • 800 gr. kjúklingafillet
 • 2 msk. rósmarín, ferskt og saxað smátt
 • 2 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og skornir smátt
 • 3 msk. sítrónusafi, ferskur
 • 2 tsk gott sinnep
 • 1 tsk. hunang
 • 1 msk. olífuolía
 • Svartur pipar
 • Grillpinnar
 • Salt

Gott er að byrja á að gera köldu sósuna. Ef þið notið trégrillpinna er mikilvægt að leggja þá í bleyti á þessum tímapunkti svo það kveikni ekki í þeim.

IMG_0052Blandið saman rósmarín, hvítlauk, sítrónusafa, sinnepi, hunangi, olífuolíu og pipar og hellið yfir kjúklingafillet og leyfið að marinerast í um það bil 10 – 15 mínútur.

IMG_0088Þræðið upp á grillpinna og grillið í 4 – 5 mínútur á hvorri hlið. Saltið og berið fram strax einfaldri kaldri sósu og t.d. perlubyggi með grilluðu grænmeti eins og þessi uppskrift hér

Einföld köld sósa

 • 2 msk. grísk jógúrt
 • 4 msk. majónes
 • 1 msk. hunangs dijon sinnep
 • 1 tsk. sítrónusafi
 • 1 tsk. hunang
 • 1 msk. smátt saxaður graslaukur
 • Salt og pipar

Hrærið öllu saman og látið standa á meðan þið útbúið kjúklinginn.

IMG_0116

Birt í Grillréttir, Kjötréttir, Smáréttir | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Perlubygg með grilluðu grænmeti

Grillað grænmeti og perlubyggÞessi uppskrift birtist í síðasta tölublaði tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.   Frá síðustu áramótum hef ég verið fastur penni hjá hinni dásamlegu Auði Ottesen sem gefur blaðið út. Ekki það að mig hafi vantað verkefni, en þegar Auður hringdi og bað mig um að taka þetta að mér þá bara varð ég að segja já, þetta verkefni sameinar nefninlega nokkur markmið sem ég hef sett mér þó það hafi ekki beint verið á þá leið að skrifa um mat í tímarit svo auðvitað sagði ég já og rými svo til í dagskránni til að gera þetta mögulegt.  Ég fæ góða aðstoð heima hjá mér, bæði yngri dóttir mín og maðurinn minn eru mjög bóngóð þegar kemur að því að útbúa nýja grein, þróa uppskrift, stilla upp fyrir myndatöku, taka myndir og svo framvegis, enda fá þau að njóta afraksturinn 🙂

Þessi réttur er góður sem meðlæti með grillmat, hvort sem þið eruð að grilla kjöt eða fisk. Rétturinn er líka góður kaldur og hentar því mjög vel til að taka með í lautarferðina.  Það er hægt að leika sér endalaust með innihaldið og t.d. tækifærið og taka til í grænmetisskúffunni þegar maður er að útbúa réttinn, bæta við því sem manni finnst gott og taka út það sem maður á ekki til – allt eftir því sem hentar herjum og einum.

IMG_0054Uppskrift 

 • 1 kúrbítur
 • 1 paprika, rauð, græn eða gul
 • 1 rauðlaukur
 • 10 – 15 sveppir
 • 10 – 15 konfektómatar
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2-4 msk. ferkst gróft saxað tíman
 • 2-4 msk. ferkst gróft saxað oreganó
 • 1 msk. olífuolía
 • salt og pipar
 • 4 dl. bollar perlubygg
 • 1 l. grænmetissoð
 • örlítið af þurrkuðum chiliflögum

Grænmetið er grillað í álpappírsböggli.

IMG_0055Skerið grænmetið í fremur grófa bita (munnbitastærð) og setjið í miðjuna á góðum bút af álpappír.  Merjið hvítlaukinn undir hnífsblaði, saxið gróft og dreifið yfir grænmetið ásamt fersku kryddjurtunum.  Hellið smávegis af ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar

IMG_0057Lokið bögglinum vel.  Grillið í ca. 8 mínútur á meðalheitu grillinu, snúið bögglinum þá við og grillið í ca 5 mínútur til viðbótar.

Sjóðið perlubyggið í góðu grænmetissoði í 15 mínútur á meðan grænmetið er að grillast.

Kryddið perlubyggið með smávegis af salti, pipar og örlitlu af þurrkuðum chiliflögum. Setjið byggið á fat eða í skál, blandið grilluðu grænmetinu saman við og berið fram.IMG_0118

Birt í Grænmetirréttir, Grillréttir, Meðlæti, Uncategorized | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Rósmarín nautaspjót

IMG_0174Ég er á leið til Barcelona annaðkvöld og ætti að vera að pakka, en þess í stað hef ég gluggað í þessa bók hér ….

…. og velti fyrir mér hvar ég ætla að borða næstu 7 kvöld án þess þó að vera búin að binda nokkuð. Mögulega, kannski ætti ég að vera að pakka – því á morgun er ekki nokkur tími til þess – líklega fer ég beint úr vinnunni upp á flugvöll.  Sem betur fer er ég gift frekar, tja mögulega mjög, umburðarlyndum manni, sem er asskolli fær í að pakka ofan í ferðatöskur. Sálf er meira en lítið léleg í því auk þess sem mér finnst það hreint hundleiðinlegt. Ég ákvað því að smella í eina færslu sem hugsanlega er unnt að flokka sem Tapas rétt og liggja í ferðabókum – þið fáið að njóta með mér 🙂

IMG_0121Uppskrift

 • 5 – 600 gr.nautakjöt t.d. shirlon steik, skorin í bita ca. 2×2 cm.
 • 2 msk. olífuolía
 • 1 msk. dijon sinnep
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 2 msk. rósmarín, ferskt og saxað smátt
 • 2 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og saxaðir smátt
 • Svartur pipar
 • Grillpinnar
 • 24 konfek tómatar
 • 12 – 24 fremur litlir sveppir
 • Salt

Hrærið  saman olífuolíu, sinnepi, sítrónusafa, rósmarín, hvítlauk og pipar og hellið yfir nautakjötsbitana. Þekjið ílátið og leyfið að marinerast í a.m.k. 2 klst. en einnig er gott að láta marinerast yfir nótt.

Leggið grillpinnana í bleyti ef þið notið trépinna, svo það kveikni síður í þeim þegar grillað er.

IMG_0147Þræðið mareneruðu kjöti, sveppum og tómötum upp á grillpinnana og grillið í 5 mínútur á hvorri hlið.

IMG_0162Saltið og berið fram strax, sem hluta af smáréttarborði eða með góðu sallati og öðru grilluðu meðlæti s.s. kartöflum eða perlubygg salati með grlluðu grænmeti sem ég lofa að birta uppskrift af hér áður en langt um líður, en þangað til getið þið keypt nýjast tölublað Sumarhússins og garðsins – sumarblaðið en þar birti ég þá uppskrift fyrst 🙂IMG_0181

Birt í Grillréttir, Kjötréttir, Smáréttir, Vinsælar uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Skyr, rjómi og rabarbari á nýstárlegum nótum

Skyr, rjómi og rabarbariÞær eru þó nokkrar uppskriftirnar á þessum vef þar sem rabarbarinn kemur við sögu og í dag bætist enn ein í þann ágæta hóp.

En byrjum á upprifjun, hér fyrir neðan er nokkrar af minum uppáhalds rabarbara uppskriftum;

IMG_6782

Þessi baka er í algjörum sérflokki.   Jarðaber og engifer fara einstaklega vel með rabarbaranum og stökkt lokið er hrein dásemd. Sú rabarbarauppskrift sem ég nota oftast.

Rabarabara og aprikósu chuntney

Eitt besta rabarbarachutney sem ég hef bragðað, mjög gott með ostum og öllum austurlenskum mat. Þurrkaðar aprikósur, chili, engifer og karrý ásamt rabarbaranum sameinast um að kitla bragðlaukana svo um munar.

Rabarabaraskúffukaka

Skúffukaka með rabarabara er fullkomin sunnudagskaka á þessum árstíma – uppskriftin er hér

Rabarbarasíróp

Það er gaman að gera síróp úr rabarbaranum og  enn betra þegar jarðaber eru höfð með, hér er hratið einnig nýtt – engin matarsóun á ferð 🙂  Uppskriftina finnið þið hér

En aftur að uppskrift dagsins.  Skyr, rjómi og rabarbari – innihaldið verður vart þjóðlegra.  Það má baka rabarbarann með góðum fyrirvara, hann geymist í rúma viku í kæliskáp.

Uppskrift

 • 500 gr. rabarabari
 • 1 appelsína, safi og fínt rifinn börkurinn
 • 4-8 msk. gott hunang
 • 1 stór dós vanilluskyr (500 gr.)
 • 1 peli rjómi (2,5 dl.)

RabarabariSkerið rabarbarann í 4-5 cm bita og raðið í eldfast mót. Kreystið safann úr appelsínunni og rífið ysta lagið af berkinum fínt og dreifið jafnt yfir rabarbarann.  Dreipið hunanginu yfir og bakið í 150 C í 45 – 50 mínútur.  Kælið.

Hrærið skyrið vel, þeytið rjómann og blandið skyri og rjóma vel saman.

Setjið rjómaskyrblönduna og rabarabara í nokkrum lögum í falleg glös, skreytið með ferskum fjólum eða öðrum ætum blómum og berið fram. Einfaldur, þjóðlegur, fallegur en umfram allt dásamlega góður eftiréttur.

Skyr, rjómi og rabarbari

 

Birt í Árdegisverður (Brunch), Eftirréttir | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Létt og gómsæt birkifræ- og sítrónukaka

Létt og gómsæt sítrónukakaBakstur þessara helgar er gerður í flýti heima hjá Vatnsholtsgenginu sem ætlar að bruna í gamla kotið sem í gær var loks flutt á sinn rétta stað.  Ársundirbúningi lauk þar með og við tekur vinna við að gera þetta litla, gamla og fremur ljóta hús að nokkurs konar sumarhöll.  Fyrir nokkrum árum áskotnaðist okkur nefninlega dágóður landskiki í einstaklega fallegu landi mjög góðra vinahjóna okkar og fyrir ári síðan keyptum við gamalt sumarhús til flutnings.  Við tók vinna við vegagerð, vatnsleit, uppteypu á grunni undir húsið og fleira skemmtilegt og hefur sú vinna tekið rétt tæpt ár.  í gær var húsið loks flutt á sinn stað af slíkum fagmönnum að ég efaðist ekki eitt augnablik um að þetta myndi takast en aðstæður voru um tíma bæði erfiðar og tvísýnar.  Áræðni, fagmennska og mikill vilji allra sem að komu gerðu það að verkum að húsið hvílir nú á þessum líka fallega stað og Vatnsholtsgengið getur vart beðið eftir fyrstu gestunum.  Þess vegna bakaði ég þessa nýju útgáfu af sítrónuköku til að taka með okkur.  Hugmyndin er frá hinni hollensku Yvette Van Boven sem ég hef nokkrum sinnum áður minst á – hún gefur út snilldarbækur og átti um tíma einn besta veitingastaðinn í Amsterdam – pínulítill staður með  hreint afbragðsmat, sem því miður er búið að loka. En Yvette heldur áfram að elda og er víst orðin einn þekktasti sjónvarpskokkur hollendinga auk þess að skrifa bækur og greinar sem birtar eru um víða veröld.

IMG_0006Uppskrift

 • 200 gr. smjör (við stofuhita)
 • 150 gr. púðusykur
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar (heimagerðir eru bestir, uppskrift hér)
 • 2 sítrónur, bæði safi og fínt rifinn börkurinn – bara ysta lagið
 • 2 tsk. birkifræ
 • 200 gr. hveiti
 • 1,5 tsk. lyftiduft
 • 4 eggjahvítur
 • örlítið salt

Glassúr

 • 160 – 200 gr flórsykur
 • 2 – 3 msk. ferskur sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°C.

IMG_0013Kakan er bökuð í 22 cm smelluformi, gott er að setja bökunarpappír í botn þess og smyrja hliðarnar vel með smjöri.

Hrærið smjör og púðusykur mjög vel eða þar til blandan er létt og ljós.  Hrærði eggjunum saman við einu í einu.

IMG_0016Bætið vanilludropum, fínt rifnum sítrónuberki og sítrónusafa ásamt birkifræjum saman við blönduna og hrærið vel saman.

Sigtið hveit og lyftiduft út í  deigið og hrærið saman.

IMG_0020Stífþeytið eggjahvíturnar með örlitlu salti og blandið varlega saman þannið að deigð verði loftimikið og létt.

Hellið í velsmurt smelluform og bakið við 180°C í 35 mínútur eða þar til prón sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn út.

Kælið í 5 mínútur áður en þið takið kökuna úr forminu.

Útbúið glassúr, með því að hræra saman sítrónusafa og sigtuðum flórsykri og hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.

Birt í Bakstur | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd