Lambaleggir í hægum takti

IMG_2076Það hafa margir sent mér skilboð með spurningunni hvort ég sé hætt að blogga um mat.  Mikið skil ég vel að fólk velti því fyrir sér þar sem lítið nýtt er að gerast á þessari síðu. En umferðin um síðuna er enn mjög mikil þrátt fyrir fáar nýjar færslur svo áhugi ykkar kæru lesendur er greinilega enn til staðar.  Ég hef líka ennþá mjög gaman að því að elda, baka og brasa í eldhúsinu en gef mér bara aðeins minni tíma í að sinna því áhugamáli því önnur verkefni eru aðeins fyrirferðameiri í lífi mínu núna.   Góð áform um að sinna þessari síðu betur eru samt alltaf bak við eyrað og því er ég ekki alveg hætt – hvatning ykkar og skemmtileg skilboð eru líka sérlega hvetjandi.

Notalegur matur, nærandi umhverfi, hreyfing undir berum himni og dásamlegur félagskapur sé uppskrift af góðum degi.  Hér er uppskrift að rétti sem flokkast sem kósý krásir (e. comfort food). Það er einfalt að smella lambaskönkunum í pott og inn í ofn og fara síðan í góða göngu t.d. á gönguskíði sem er nýjasta sport okkar hjóna, á meðan maturinn mallar í ofninum.  Þegar heim er komið tekur á móti manni dásemdarmatarilmur og maturinn smakkast mun betur eftir dásamlega útivist.

fullsizeoutput_3f90Uppskrift

 • 1,5 kg lambaleggir
 • 4 sneiðar beikon
 • 1 laukur
 • 1 stöngull sellerý
 • 6 gulrætur
 • 1 rauð paprika
 • 300 gr. spergilkál
 • 1 dós saxaðir tómatar
 • 2 msk. ferskt rósmarín eða 2 tsk.þurkað
 • 2 msk. ferskt tímían eða 2 tsk.þurkað
 • 1 teningur góður nautakraftur
 • 1-2 lárviðarlauf
 • Salt og pipar

 

Hitið ofninn í 150°C.

IMG_1985Kryddið lambaskankana með salti og pipar, steikið á heitri pönnu/potti upp úr olíu á öllum hliðum til að loka kjötinu. Takið kjötið af pönnunni.

Saxið lauk og sellerý fremur gróft og steikið við lágan hita í u.þ.b. 5 mínútur. Notið stóran pott sem rúmar allt og má fara inn í ofn. Bætið beikoninu út í og og steikið áfram í 5 mín. Bætið söxuðum tómötum í út í, þá öllu kryddinu og hrærið vel saman.  fullsizeoutput_3f85Skerið gulræturnar, papriku og spergilkál í munnbitastóra bita og setjið út í pottinn.

fullsizeoutput_3f88Loks eru steiktu lambaskankarnir settir ofan á allt, lokið sett á pottinn og hann inn í 150°C heitan ofninn í 3 – 4 klukkustundir.  Berið fram með góðri kartöflustöppu.

Kartöflustappa

 • 1 kg kartöflur
 • 50 gr. smjör
 • 50 gr. rjómaostur
 • 1 dl. mjólk
 • 1 hvítlauksrif
 • Salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar.

fullsizeoutput_3f8fHellið vatninu af, skrælið og setjið þær aftur í hreinan pottinn ásamt smjöri, rjómaosti, mjólk, hvítlauk, salti og pipar. Maukið með stappara, en þó ekki of mikið því við viljum hafa músina frekar grófa, ég nota kartölfustapparann bara aðeins í byrjun og hræri svo saman með sleif.

IMG_2074

Þessi færsla var birt í Kjötréttir, Meðlæti og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s