Sæt kartöflumús með sveppum

fullsizeoutput_3b75Stórgóð kartöflumús úr sætum kartöflum sem að mati fjölskyldunnar er nauðsynleg með kalkúninum.  Hér er músin krydduð með steiktum sveppum, salti og pipar sem er að okkar mati mun betra en hin hefðbundna ameríska sem er sætt með sykri og/eða sykurpúðum, en auðvitað er það smekksatriði.

Uppskrift 

  • 1 – 1 ½ kg. sætar kartöflur
  • 150 gr. smjör
  • 200 gr. sveppir
  • 1 ½ dl. mjólk
  • Salt og pipar

Flysjið sætu kartöflurnar og skerið í teninga, sjóðið í léttsöltu vatni þar til þær eru mjúkar.

Skerið sveppina í sneiðar og steikið upp úr helmningnum af smjörinu.

Merjið kartöflurnar, bætið helmingnum af smörinu og mjólkinni saman við og kryddið með  salti og pipar.  Hrærið smjörsteiktu sveppunum saman við.

Þessi færsla var birt í Meðlæti, Uncategorized og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s