Bláberjakaka með möndlum, kókos og sítrónu

Loksins, loksins birtist ný færsla, ný uppskrift og sú er nú ekki af verri endanum.  Haustleg bláberjakaka sem er bæði falleg og sérlega góð.  Ekkert prjál bara heiðarleg bláberjakaka sem bæði er góð eins og sér, köld og heit, með eða án rjóma.  Verði ykkur að góðu.

7583691408_IMG_1431Uppskrift

  • 4 egg
  • 150 gr. sykur
  • 200 gr. smjör – brætt
  • 1 tsk. vanilludropar
  • Sítrónubörkur fínt rifinn af 2 stírónum (bara ysta lagið, þetta gula)
  • 180 gr. möndlumjöl
  • 60 gr. kókosmjöl (fínt)
  • 70 gr. hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 200 gr. bláber
  • 20 gr. möndluflögur

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 22 cm smelluform vel.

Hræra egg og sykur vel saman.

Bræðið smjörið, kælið og blandið saman við eggjahræruna ásamt vanilludropum og sítrónuberki.7854203808_IMG_1439

Setjið þurrefnin, möndlumjöl, kókosmjöl, hveiti og lyftidufti í skál og blandið vel saman. Hrærið síðan saman við eggja og smörblönduna.

7652834256_IMG_1447Bætið 150 gr. af bláberjum varlega saman við deigið og hellið í velsmurt 24 cm smelluform.

7856275952_IMG_1459Stráið 50 gr. af bláberjum yfir deigið og möndluflögunum ofan á bláberin.

Bakið í 180°C heitum ofni í 50 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn út.

7721992752_IMG_1468Látið standa og kólna í 30 mínútur áður en kakan er tekin úr forminu og sett á kökudisk. Þessi kaka er dásamlega góð volg með þeyttum rjóma sem eftirréttur eftir góða máltíð en ekki síðri köld á síðdegisborðið með kaffinu eða árdegisverði.fullsizeoutput_3973

Þessi færsla var birt í Bakstur, Kökur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd