Perlubygg með grilluðu grænmeti

Grillað grænmeti og perlubyggÞessi uppskrift birtist í síðasta tölublaði tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.   Frá síðustu áramótum hef ég verið fastur penni hjá hinni dásamlegu Auði Ottesen sem gefur blaðið út. Ekki það að mig hafi vantað verkefni, en þegar Auður hringdi og bað mig um að taka þetta að mér þá bara varð ég að segja já, þetta verkefni sameinar nefninlega nokkur markmið sem ég hef sett mér þó það hafi ekki beint verið á þá leið að skrifa um mat í tímarit svo auðvitað sagði ég já og rými svo til í dagskránni til að gera þetta mögulegt.  Ég fæ góða aðstoð heima hjá mér, bæði yngri dóttir mín og maðurinn minn eru mjög bóngóð þegar kemur að því að útbúa nýja grein, þróa uppskrift, stilla upp fyrir myndatöku, taka myndir og svo framvegis, enda fá þau að njóta afraksturinn 🙂

Þessi réttur er góður sem meðlæti með grillmat, hvort sem þið eruð að grilla kjöt eða fisk. Rétturinn er líka góður kaldur og hentar því mjög vel til að taka með í lautarferðina.  Það er hægt að leika sér endalaust með innihaldið og t.d. tækifærið og taka til í grænmetisskúffunni þegar maður er að útbúa réttinn, bæta við því sem manni finnst gott og taka út það sem maður á ekki til – allt eftir því sem hentar herjum og einum.

IMG_0054Uppskrift 

  • 1 kúrbítur
  • 1 paprika, rauð, græn eða gul
  • 1 rauðlaukur
  • 10 – 15 sveppir
  • 10 – 15 konfektómatar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2-4 msk. ferkst gróft saxað tíman
  • 2-4 msk. ferkst gróft saxað oreganó
  • 1 msk. olífuolía
  • salt og pipar
  • 4 dl. bollar perlubygg
  • 1 l. grænmetissoð
  • örlítið af þurrkuðum chiliflögum

Grænmetið er grillað í álpappírsböggli.

IMG_0055Skerið grænmetið í fremur grófa bita (munnbitastærð) og setjið í miðjuna á góðum bút af álpappír.  Merjið hvítlaukinn undir hnífsblaði, saxið gróft og dreifið yfir grænmetið ásamt fersku kryddjurtunum.  Hellið smávegis af ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar

IMG_0057Lokið bögglinum vel.  Grillið í ca. 8 mínútur á meðalheitu grillinu, snúið bögglinum þá við og grillið í ca 5 mínútur til viðbótar.

Sjóðið perlubyggið í góðu grænmetissoði í 15 mínútur á meðan grænmetið er að grillast.

Kryddið perlubyggið með smávegis af salti, pipar og örlitlu af þurrkuðum chiliflögum. Setjið byggið á fat eða í skál, blandið grilluðu grænmetinu saman við og berið fram.IMG_0118

Þessi færsla var birt í Grænmetirréttir, Grillréttir, Meðlæti, Uncategorized og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd