Rósmarín kjúklingaspjót með einfaldri kaldri sósu

Grilluð rósmarín kjúklingaspjótKjúklingur, sítróna og rósamarín ásamt góðu sinnepi, hunangi og olífuolíu er kombó sem getur vart klikkað.  Þessi grilluðu kjúklingaspjót eru hreint afbragð og fyrirhöfnin ekki mikil.  Það má vel bjóða upp á þessi spjót sem aðalrétt eða sem hluta af hlaðborði, einn af af nokkrum smáréttum og getur flokkast sem tapas réttur.  Eitt er víst að ég á eftir að endurtaka þessa uppskrift innan skamms svo góð er hún.

IMG_0049Uppskrift 

 • 800 gr. kjúklingafillet
 • 2 msk. rósmarín, ferskt og saxað smátt
 • 2 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og skornir smátt
 • 3 msk. sítrónusafi, ferskur
 • 2 tsk gott sinnep
 • 1 tsk. hunang
 • 1 msk. olífuolía
 • Svartur pipar
 • Grillpinnar
 • Salt

Gott er að byrja á að gera köldu sósuna. Ef þið notið trégrillpinna er mikilvægt að leggja þá í bleyti á þessum tímapunkti svo það kveikni ekki í þeim.

IMG_0052Blandið saman rósmarín, hvítlauk, sítrónusafa, sinnepi, hunangi, olífuolíu og pipar og hellið yfir kjúklingafillet og leyfið að marinerast í um það bil 10 – 15 mínútur.

IMG_0088Þræðið upp á grillpinna og grillið í 4 – 5 mínútur á hvorri hlið. Saltið og berið fram strax einfaldri kaldri sósu og t.d. perlubyggi með grilluðu grænmeti eins og þessi uppskrift hér

Einföld köld sósa

 • 2 msk. grísk jógúrt
 • 4 msk. majónes
 • 1 msk. hunangs dijon sinnep
 • 1 tsk. sítrónusafi
 • 1 tsk. hunang
 • 1 msk. smátt saxaður graslaukur
 • Salt og pipar

Hrærið öllu saman og látið standa á meðan þið útbúið kjúklinginn.

IMG_0116

Þessi færsla var birt í Grillréttir, Kjötréttir, Smáréttir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s