Pönnukökur

PönnukökurÞessi uppskrift hefur fylgt mér ákaflega lengi, eða allt frá því ég var í sveit sem táningur. Í seinni tíð baka ég sjaldnar pönnukökur en áður, en mikið eru þær góðar og viðeigandi á hátíðarstundum að rifja þetta hefðbundna og góða bakkelsi upp.

Pönnukökupannan skiptir mestu máli þegar bakaðar eru pönnsur – best er að hún sé gömul og mikið notuð. Þá er nauðsynlegt að baka pönnukökurnar við háan hita. Þegar ég var táningur og hafði sagt skilið við sveitardvalir á sumrin tók við sumarvinna hjá Úlfari Jacobsen á eldhúsbíl eða eldhústjaldi upp á fjöllum að elda mat fyrir erlenda ferðamenn.  Þá voru pönnukökurnar mjög vinsælar með kvöldkaffinu.  Þá bökuðum við stundum á 3 pönnum í einu og þótti ekkert tiltökumál að skella í 150 – 200 pönnukökur þegar búið var að vaska upp og ganga frá eftir kvöldmatinn.  Bestar finnst mér  pönnukökurnar með hefðbundinni rabarabarasultu og þeyttum rjóma – en hin klassíkin, upprúllaðar með sykri eru líka góðar. Viðeigandi á degi sem þessum – gleðilega hátíð og takk fyrir mig.

IMG_6127Uppskrift 

  • 3 egg
  • 6 dl. mjólk
  • 1 tsk. sykur
  • 130 gr. hveiti – sigtað
  • 40 gr. smjör – brætt og kælt aðeins

Þeytið saman egg og mjólk.  Hrærið sykrinum saman við.

PönnukökurSigtið hveitið yfir eggjablönduna og hrærið vel saman.  Deigið verður betra ef það fær að standa aðeins á þessu stigi eða í allt að 2 klukkustundir.  Bræðið þá smjörið, kælið aðeins og bætið saman við.

Hitið pönnukökupönnuna þar til hún er vel heit. Setjið um það bil eina ausu af deigi á pönnuna, hellið deiginu til á pönnunni þar til það þekur hana alveg – pönnukökurnar eiga að vera þunnar.  Steikið þar til neðri hliðin sýnist fallega brún, snúið pönnukökunni þá við með spaða og steikið á hinni hliðinni þar til fallega brún. Hvolfið kökunni á disk. Berið fram með sultu og rjóma eða rúllið þeim upp með sykri.

Pönnukökur

Þessi færsla var birt í Bakstur, Vinsælar uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s