Opin samloka með aspas, pancetta, eggi og esdragon mayonesi

Opin samloka með ferskum aspas ofl.Hver elskar ekki sumar og sól – þegar tilefni gefast til dekka upp borð úti í garði, borða þar og njóta. Við nýtum hvert tækifæri sem gefst til þess að færa borðhaldið út í garð. Þegar við fluttum í götuna okkar fyrir 11 árum, var hitabylgja í Reykjavík og við nutum þess að borða úti á hverjum degi í margar vikur – enda var eldhúsið okkar fokhelt á þeim tíma. Við vöktum athygli nágrannanakonu okkar í næsta húsi sem komst  ekki hjá því að sjá þessa fjölskyldu sem dúkaði upp borð út í garði á hverjum einasta degi í margar vikur. Einn daginn spurði hún okkur hvort við hefðum verið búsett á Ítalíu eða á suðrænum slóðum 🙂  Þessu átti hún ekki að venjast þessi 40 ár sem hún hafði verið búsett í götunni og fannst því liggja beinast við að fjölskylda okkar hefði verið við nám og störf á suðrænum slóðum – sem er fjarri sannleikanum, en við eigum sannarlega í ástarsambandi við Ítalíu og höfum átt í nokkra áratugi.

Annað sem  ég elska við sumarið er allt ferska og gómsæta grænmetið og ávextirnir sem í boði er. Þegar ég ferðast á erlenda grund – leita ég uppi matarmarkaði og kem iðulega með eitthvað gómsætt með mér heim. Fyrir nokkrum vikum flaug ég heim frá Stokkhólmi – daginn sem ég flaug heim kom ég við á matarmarkaði nálægt hótelinu sem ég gisti á og keypti heilt kíló af ferskum aspas og matbjó hann í nokkra rétti dagana á eftir.  Þessi réttur er einn þeirra sem verðskuldar færslu enda sérlega ljúffengur. Ég veit ekki til þess að hér sé seldur íslenskur aspas, en hann er fluttur inn eins og svo margt annað gott grænmeti og ávextir.  Þið þurfið því ekki að fara alla leið til Stokkhólms til að nálgast ferskan aspas, hann er oft til í verslunum Hagkaupa og Víði og hef ég líka rekist á ferskan aspas í Bónus og Krónunni.

HraefniUppskrift

 • 4 brauðsneiðar af góðu súrdeigsbrauði
 • 16-20 vænir aspas stönglar
 • 8-12 sneiðar pancetta eða gott beikon
 • 4 egg
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 2-3 msk. ólífuolía
 • salt og pipar

Estragon Mayones

 • 2 eggjarauður
 • 1 tsk. dijon sinnep
 • 1 hvítlauksgeiri, skorinn mjög smátt og marinn undir hnífsblaði í mauk
 • 1 msk. sítrónusafi, ferskur
 • 200-250 ml. góð bragðlítil olía, t.d. ljós olífuolía eða grænmetisolía
 • fersk estragon skorið gróft – magnið er smekksatriði, en ég notaði líklega 15-20 gr.

Byrjið á að útbúa mayonesið – hrærið eggjarauður og sinnepið vel saman og bætið hvítlauknum og sítrónusafanum  saman við og hrærið mjög vel.  Bætið olíunni saman við í smáum skömmtun og þeytið vel saman þar til hæfilega þykk og kremkennd blanda myndast.  Þetta ferli er unnt að gera í blandara, hrærivél eða bara með handþeytara.  Kryddið með salti, pipar og fersku estragon og geymið í kæli þar til borið fram.aspas

Skerið trénaða partinn neðst af aspasstönglunum. Sjóðið vatn í potti og setjið aspasinn út í vatnið í 1-2 mínútur þegar það bullsýður. Setjið aspasinn í sigti og undir ískalt rennandi vatn. Blandið saman olífuolíu, sítrónusafa, salt og pipar í stórri skál og veltið aspasinum upp úr blöndunni. Þá er aspasinn steiktur á grillpönnu eða grillaður á heitu útigrilli í nokkrar mínútur.

Steikið pancetta eða beikon á heitri pönnu og spælið egg á þeirri sömu pönnu.Aspasinn2Léttristið súrdeigsbrauðsneiðarnar.  Raðið á disk, fyrst brauð, þá pancetta eða beikon, nokkrir aspas stönglar þar ofan á og loks spælt egg. Piprið örlítið með nýmöluðum og góðum pipar og berið fram með esdragon mayonesi.

Opin samloka - aspas

Þessi færsla var birt undir Árdegisverður (Brunch), Morgunmatur, Smáréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s