Paprikupestó er gott álegg á brauð, hrökkbrauð, kex, eða bara á salatblað – góð tilbreyting frá þessu hefðbundna pestó sem við þekkjum og kærkomin nýjung á árdegisverðarborðið um helgar. Bragðið er örlítið sætt, það gera grilluðu paprikurnar.
- 2 rauðar paprikur
- 100 gr. Cheddar ostur
- 75 gr. valhnetur
- 6 sólþurrkaðir tómatar
- 1 hvítlauksrif
- 1 msk. ólífuolía
- salt og pipar
Skerið paprikuna í 4 hluta og fræhreinsið.
Leggið paprikuna á plötu og grillið í ofninum þar til ysta lagið verður mjög dökkt nánast svart.
Setjið paprikurnar beint í hitaþolinn poka og látið þær vera í nokkrar mínútur. TAkið úr pokanum og flettið ysta laginu af paprikunni.
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Berið fram með góðu brauði, hrökkbrauði eða kexi og gænmeti.