Sítrónu- og kotasæluvöfflur

IMG_8429Sunnudagsmorgun í september. Rokið lemur tré og gróður í garðinum. Í útvarpinu þylur þulur viðvaranir um vindhraða og akstur. Esjan hvít niður í miðjar hlíðar. Haustið er skollið á og veturinn skammt undan. Í mínum huga rómantískur tími þar sem kertaljósin eru loks brúkuð aftur eftir nokkurra mánaða hvíld svo ekki sé minnst á arinininn í stofunni.  Það er líka rómantískt og ljúft að baka góðar vöfflur á svona sunnudagsmorgnum. Þessi uppskrift er innblásin af síðunni hjá Joy the Baker (www.joythebaker.com) og svo góð að henni varð ég að deila hér.

IMG_8572Uppskrift 

  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1/2 tsk. sódaduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 3 msk. sykur
  • 1 msk. ferskur rifin börkur af sítrónu
  • 75 gr. brætt smjör
  • 2 stór egg
  • 1 tsk. vanilla
  • 3 msk. ferskur sítrónusafi
  • 1/2 bolli kotasæla (hrærið mjög vel með gaffli)
  • 3/4 bolli mjólk
  • 2 tsk. blá birkifræ

Byrjið á að blanda saman sykrinum og sítrónuberki í lítilli skál og hæra vel.

Blandið öllum öðrum þurrefnum saman, þ.e. hveiti, lyftiduft, sódaduft og salti.  Bætið sítrónusykrinum saman við.

  • vofflur_1

  • Hrærið eggjum, mjólk, kotasælu, smjöri og vanillu vel saman í annari skál.
  • Blandið nú eggjablöndunni saman við þurrefnin og gætið að því að hræra ekki of mikið. Að síðustu er birkifræjunum blandað út í.

vofflur_2Hitið vöfflujárnið vel og bakið vöfflurnar þar til þær eru gullinbrúnar.  Berið strax fram með ferskum berjum og hlynsírópi eða á hefðbundin íslenskan hátt með sultu og rjóma.

IMG_8435

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur, Morgunmatur og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Sítrónu- og kotasæluvöfflur

  1. Nanna sagði:

    En fallegar. Ég bakaði einmitt vöfflur í morgun og fannst mjög kósý að hlusta á vindinn, drekka kaffi og prufukeyra belgíska vöfflujárnið mitt.

    Mjög falleg og skemmtileg síða sem þú ert með 🙂

    • berglindolafs sagði:

      kærar þakkir Nanna – það er gaman að fá útrás fyrir áhugamálið á þessum miðli – það hvetur mann til dáða að deila þessu. Ég hef fylgst með þínu bloggi um margra ára skeið og varð svo ánægð þegar ég sá færsluna þína í gær – hef saknað þín í sumar 🙂

  2. Bakvísun: Ommeletta með grænkáli, sólþurrkuðum tómötum og chorizo | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s