Grilluð sítrónulegin stórlúða með jógúrtsósu

IMG_8563Fiskbúðir eru með skemmtilegri matvöruverslunum – ég fann loks mína uppáhaldsfiskbúð fyrir rúmum tveimur árum eftir nokkra leit í kjölfar þess að fiskbúðin „mín“  í Skipholtinu skipti um eigendur og um leið allan brag.  Uppáhaldsfiskbúðin mín er við Sundlaugaveg, þar getur maður gengið að því vísu að fá ferskan og góðan fisk, úrvalið er gott og kaupmennirnir alúðlegir. Þangað hjólaði ég í gær með það í huga að kaupa lax í kvöldmatinn, en þegar á staðinn var komið og við mér blasti uppáhalds-steikin mín stóðst ég ekki mátið og breytti fyrirhuguðum matseðli kvöldins.  Grilluð sítrónulegin stórlúða er með því betra sem ég fæ – einfalt, gott og holt.

IMG_8535

Uppskriftin er fyrir 4 fullorðna

Fiskurinn

  • 800 – 1000 gr. stórlúða

Marenering

  • 1 sítróna – safi og börkur
  • 1/2 dl. olífuolía
  • 1/2 chili saxaður smátt
  • 4 hvítlauksrif – pressuð
  • 3 msk. ferskt tímian eða 2 tsk. þurrkað
  • salt og pipar

IMG_8545Blandið öllu saman á djúpt fat og leggið fiskinn á fatið, veltið honum upp úr leginum og látið hann liggja í a.m.k. 1 klst. Snúið honum nokkrum sinnum á þessu tímabili.

IMG_8555Grillið á heitu útigrilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið, tíminn fer eftir þykkt bitanna og smekk.

Sósan 

  • 1/2 dós Grísk jógúrt (u.þ.b. 175 gr)
  • börkur af hálfri sítrónu
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. hunang
  • 1 hvítlauksrif kramið undir hnífsblaði og saxað smátt
  • salt og pipar

IMG_8565Blandið öllu vel saman og látið standa í u.þ.b. 1 klst.

Berið fiskinn fram með einföldu og góðu sallati og á þessum árstíma er fátt betra en  nýjar íslenskar kartöflur.

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Grillréttir og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s