Blóðappelsínu-sorbet

IMG_1989Heill mánuður frá síðustu færslu -það er met, met sem ég hyggst hvorki slá né jafna á næstunni. Ástæður blogghvíldarinnar eru margar svo sem gríðarlegt annríki, eitt gott ferðalag og því að ég hef haft um ansi margt að hugsa síðasta rúma mánuðinn. Í dag var dásemdardagur, fallegur, sólríkur, fullur af kærleika, smá vinnu og menningarviðburðum. Gott að enda slíkan dag á ferskum og góðum sorbet. Á Ítalíu er appelsínu-uppskeru-tími, blóðappelsínurnar eru um þetta leiti árs upp á sitt besta. Frú Lauga sér til þess að við getum notið þessara ávaxta sem eru í miklu uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. Ég fer regluglega og kaupi nokkur kíló, það er svo gott að fá sér nýkreistan blóðappelsínusafa á morgnana. Í kvöld gerðum við tilraun með blóðappelsínu-sorbet og viti menn, þvílíkir töfrar. Ummmmmm, svo dásamlega ferskur, hæfilega sætur og fullur af sól, hamingju og gleði. Unglingurinn galaði upp yfir sig „geðveikt, þessi verður að fara á bloggið mamma“. Er hægt að biðja um betri meðmæli?

Uppskrift  

  • 250 ml. vatn
  • 160 gr. sykur
  • börkur af tveimur appelsínum
  • 750 ml. blóðappelsínusafi (af u.þ.b. 7-9 appelsínum)
  • sítrónusafi úr einni sítrónu

sorbetSetjið vatn, sykur og appelsínubörk í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Kælið sírópið og sigtið síðan börkinn frá.  Blandið appelsínusafanum saman við sírópið og bætið loks sítrónusafanum saman við. Ef þið eigið ísvél þá er best að nota hana skv. leiðbeiningum framleiðanda.  Ef þið eigið ekki ísvél þá frystið þið blönduna í stórri skál eða hentugu íláti og hrærið reglulega í blöndunni.

IMG_1985

Þessi færsla var birt í Eftirréttir og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s