Ferskt fyllt pasta I – Cappelletti Verdi

IMG_1197Árið 2008 var ég svo lánsöm að eignast 17 ára ítalska dóttur – Carlottu Gualdi. Carlotta dvaldi hjá okkur í tæpt ár á vegum AFS skiptinemasamtakanna og varð strax frá fyrsta degi hluti af fjölskyldu okkar og við síðar hluti af ítölsku fjölskyldu hennar. Carlotta og  ítalska fjölskyldan deila með okkur miklum áhuga á mat og matarmenningu. Þegar Carlotta kemur í heimsókn eldar hún og bakar fyrir okkur og leggur mikinn metnað í að galdra fram hverja ítölsku snilldina á fætur annarri. Foreldrar hennar og vinahjón þeirra komu í heimsókn til okkar fyrir rúmum 2 árum og það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í eldhúsinu í Vatnholti og þegar pabbi hennar, hinn virðulegi og fallegi herramaður Maurizio Gauldi, tók völdin og galdraði fram ilmandi ítalskar máltíðir -einfaldar en dásamlega góðar, á meðan hann rökræddi við áttræðan vin sinn um Berlusconi og  ítölsk stjórnmál – þeir deila nefninlega ekki sömu stjórnmálaskoðunum þó þeir séu bestu vinir og hafi svipaðan matarsmekk – þessi vika verður lengi í minnum höfð. Það sama á við um heimsókn okkar til þeirra þar sem við dvöldum við ákaflega gott atlæti. Matur og matarmenning Ítalíu var í hávegum höfð. Heimsóknir til ávaxtabónda, melónuskurður á melónuakri í 35°C hita, djúsí fíkjur beint af trjánum, matarmarkaðir, pastahátíð, menningarnótt í Ravenna, heimsóknir í vínkjallara og á vín- og ólífuakra, til ostabónda sem var með svo langa síestu að við lögðum okkur í skugganum undir næsta tré og sofnuðuum í tvo tíma á meðan við biðum eftir því að pínulitla ostabúðin hans yrði opnuð, því þar eru jú framleiddir bestu ostarnir í þessu héraði og af þeim máttum við ekki missa. Já það er ljúft að ylja sér við slíkar minningar þegar norðangarrinn gnauðar fyrir utan gluggann og hitastigið sígur langt niður fyrir núllið. italina

En aftur af Carlottu og síðustu heimsókn hennar, hún dvaldi hjá okkur í mánuð um síðustu jól og áramót og fram í janúar. Ég náði að mynda og skrá pastagerðina hennar og hef lengi ætlað að setja hana hér inn. Góður vinur hennar sem dvaldi á Íslandi síðasta sumar sendi okkur fallegt handunnið pasta-kefli í jólagjöf. Slík kefli eru mun lengra en hefðbundið kökukefli og því einfaldara að beita því þegar unnið er með pastadeig. Myndirnar tala sínu máli, en máltíðin sem jafnframt var afmælismáltíð frumburðarins var ákaflega góð og fyrirhöfnin og tíminn sem fór í matreiðsluna skemmtilegur.

Uppskrift pastadeig með spínati

 • 200 gr. hveiti
 • 2 egg
 • 1 tsk. salt
 • 75 gr. spínat – soðið, allt vatn kreist úr því og saxað smátt

pasta1Blandið saltinu við hveitið og setjið það í haug á borðið, myndið holu í miðjan hauginn og brjótið eggin í holuna. Hrærið hveitinu smátt og smátt saman við eggin, bætið soðnu spínatinu saman við og hnoðið vel.  Gætið þess þó að hnoða deigið ekki of mikið. Setjið deigið í plastpoka eða vefjið plastfilmu utan um það og leyfið því að hvíla í u.þ.b. 30 mínútur eða á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

 • 300 – 400 gr. grasker (butternut)  – afhýtt og skorið í bita
 • 1 msk. ólífuolía
 • 50 gr. valhnetur
 • 100 gr. parmesan ostur – rifinn
 • 1 egg
 • salt og pipar

Setjið grasker og olíu í ofnfast form og bakið við 180°C í 30-40 mín. Kælið og setjið í matvinnsluvél ásamt valhnetunum og maukið.  Hrærið eggi og parmesanostinum saman við og kryddið með salt og pipar.

pasta111Skiptið deiginu í tvennt eða þrennt – og fletjið það út.  Skerið í 5 cm. ferninga, setjið ríflega 1/2 tsk. af fyllingu á miðju hvers fernings.

pasta11Brjótið saman horn í horn í þríhyrning og þrýstið köntunum saman. Vefjið hornin um fingur ykkar og þrýstið þeim saman svo það myndist fallegt cappelletti – sem þýðir víst lítill hattur og Cappalletti Verdi er þá lítill grænn hattur :-). Raðið pastanum á plötu eða í ofnskúffu og leyfið að þorna þar til það er soðið. Athugið að deigið má ekki þorna á meðan þið eruð að vinna það, þá verður mun erfiðara að festa það utan um fyllinguna, því er betra að fletja lítinn hluta út í einu.

Sjóðið pastað í stórum potti fullum að bullsjóðandi og vel söltu vatni þar til aldente eða í u.þ.b 8 mín.

Einföld gorgonzola ostasósa 

 • 2 dl rjómi
 • 100 gr. gorgonzola ostur (eða gráðostur)
 • pipar
 • rifinn parmesan ostur

Bræðið rjóma og ost saman við vægan hita þar til allt hefur samlagast vel- piprið eftir smekk.

Þegar pastað er soðið er vatninu hellt frá, pastað sett aftur í pottinn og ostasósunni blandað vel saman við.  Setjið í skál eða á fat, rífið parmesan ost yfir og berið fram strax.

pasta

Þessi færsla var birt í Ítalskir réttir, Pasta og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Ferskt fyllt pasta I – Cappelletti Verdi

 1. hmmm…. girnilegt, sveimérþá að manni hlýni ekki aðeins um hjartarætur að sjá þessar myndir. Carlotta lenti alveg á hárréttu heimili 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s