Gróft spelt brauð með fræjum

IMG_1415Gróft spelt brauð hef ég bakað reglulega til margra ára. Upphaflega kom uppskriftin frá Sollu á Gló. Einfalt, gróft, hollt og gott brauð sem hefur þróast og breyst í gegnum árin. Galdurinn við þetta brauð er að hræra sem minnst í deiginu, einungis að blanda hráefnunum létt saman og þá verður brauðið létt í sér og dásamlega gott.


Uppskrift 

  • 7 dl. gróft spelt
  • 1 dl. sólblómafræ
  • 1 dl. hörfræ
  • 1 dl. graskersfræ
  • 4 1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 2 1/2 dl. ab mjólk
  • 2-3 dl. sjóðandi vatn

Ofan á brauðið set ég

  • 1 tsk. af hverri frætegund sem notuð er í brauðið

spelt-braudBlandið öllum þurrefnunum saman í skál og hrærið þeim saman. Hellið vökvanum útí og blandið varlega saman.  Setjið deigið í brauð- eða formkökuform sem er klætt með bökunarpappír eða smurt með olíu.  Bakið við 200°C í 25 – 30 mínútur.  Leyfið brauðinu að kólna á rist og berið fram með góðu áleggi.

IMG_1408

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur, Brauð og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Gróft spelt brauð með fræjum

  1. Bakvísun: Heiteykt makríl paté | Krydd & Krásir

  2. Bakvísun: Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla | Krydd & Krásir

  3. Bakvísun: Hráskinkubollar með eggjum og spínati | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s