Vatnsdeigsbollur

IMG_2260Bolludagurinn er á morgun og að sjálfsögðu eru bakaðar bollur í Vatnsholtinu. Áralöng hefð er fyrir því að baka vatnsdeigsbollur á sunnudegi fyrir bolludaginn og fá fjölskylduna í bollukaffi. Uppskriftin sem stuðst er við er úr Matarást Nönnu en fyllingin er mismunandi frá ári til árs. Í ár var það annars vegar hindberjarjómi og hins vegar nutellarjómi og fengu báðar tegundir góða dóma.

Uppskrift (25 – 30 fremur smáar eða 12 stórar) 

 • 75 gr. smjör
 • 1 dl. mjólk
 • 1,5 dl. vatn
 • 125 gr. hveiti
 • 3 egg (ef eggin er mjög lítil gæti þurft 4)

bolludagsbollurVatn, mjólk og smjör sett í pott og hitað að suðu. Hrærið þar til smörið er bráðið og takið þá pottinn af hitanum.  Setjið hveitið út í og hrærið með sleif þar deigið er kekkjalaust og losnar vel frá pottinum. Á þessu stigi set ég deigið í hrærivélaskál og kæli í smástund, en það er líka hægt að halda áfram að hræra það í höndunum, það þarf bara að hræra svolítið hressilega til að virkja glútenið vel og til þess að deigið nái að verða loftkennt svo bollurnar lyfti sér vel og haldi lögun sinni þegar þær bakast. Eggjunum er hrært saman við deigið einu í einu og hrært vel á milli. Hrærið vel þar til deigið er kekkjalaust, slétt og glansandi. Setjið deigið með skeið eða sprautið því úr sprautupoka á pappírsklædda bökunarplötu og hafið gott bil á milli þeirra. Bakið við 190°C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar (ef bollurnar eru stórar þá þarf að lengja bökunartímann um 5 – 10 mín.). Til að kanna hvort bollurnar eru bakaðar er ágætt að taka eina þeirra út og setja á rist, ef hún fellur ekki þegar hún fer að kólna eru bollurnar fullbakaðar.

Kælið bollurnar, setjið á þær súkkulaðihjúp og fyllið með bragðbættum rjóma eftir smekk.

Súkkulaðihjúpur

 • 75 gr. suðusúkkulaði
 • 1-2 msk. rjómi

Brætt saman yfir vatnsbaði og smyrjið á toppinn á bollunum.

Hindberjarjóma-fylling

 • 2 msk. hindberjasulta
 • 1,5 dl. þeyttur rjómi
 • nokkur fersk hindber

Hrærið öllu vel saman. Kljúfið bollurnar í tvennt og fyllið með hindberjarjóma.

Nutellarjóma-fylling

 • 2 msk. nutella
 • 1 msk. óþeyttur rjómi
 • 1,5 dl. þeyttur rjómi

Hitið nutella og rjóma yfir vatnsbaði og hrærið þar til vel samlagað. Kælir og hrærið saman við þeytta rjómann. Kljúfið bollurnar í tvennt og fyllið með nutellarjóma.

IMG_2249

Þessi færsla var birt í Bakstur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Vatnsdeigsbollur

 1. Bakvísun: Heslihnetu- og súkkulaðismyrja | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s