Sætkartöflusalat með miðaustulenskum blæ

IMG_2118Ég hef áður skrifað um Ottolenghi og staðinn hans sem er í Ishlington í London, en þá færslu getur þú fundið hér. Einn þeirra rétta sem ég fékk mér þennan ágæta september-dag sem ég sótti staðinn heim voru sætar kartöflur með pekanhnetum, rúsínum, kanil og fullt af ferskum kryddjurtum. Ákaflega eftirminnilegur réttur sem ég hef oft hugsað um síðan, góður sem meðlæti með kjöt, fisk eða sem hluti af grænmetishlaðborði. Um helgina lét ég svo loks verða af því að elda þennan rétt og hafði sem meðlæti með einfaldri nautasteik, get svo sannarlega mælt með því – örlítið naut og hellingur af sætum kartöflum með miðaustulenskum blæ. Það verður ekki langt þar til ég útbý þessar kartöflur aftur og þá með ofnbökuðum silung eða lax.

Uppskrift

  • 8-900 gr. sætar kartöflur (1 stór eða 2 minni), skrældar og skornar í u.þ.b. 2 cm. bita
  • 1-2 msk. olífuolía
  • 1 tsk. salt og pipar e. smekk
  • 40 gr. pekan hnetur
  • 30 gr. rúsínur
  • 3-4 vorlaukar skornir gróft
  • 4-5 msk. fersk flatblaðasteinselja gróft söxuð
  • 2-3 msk. ferskur kóríander gróft saxaður

Salatsósa (e.dressing)

  • 3-4 msk. ólífuolía
  • 1 msk. maple síróp
  • 1 msk. rauðvínsedik (eða annað vínedik)
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 2 msk. appelsínusafi
  • 2 tsk. ferskt engifer rifið
  • 1/2 tsk. kanill
  • 1/2 tsk. þurrkaðar chilli flögur
  • salt og pipar

sætar karteflurSetjið kartöflubitana í ofnskúffu, veltið þeim upp úr olífuolíu og kryddið með salt og pipar. Bakið við 190°C í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til þær eru mjúkar. Snúið kartöflunum a.m.k. einu sinni á bökunartímanum.

Ristið pekanhneturnar á þurri pönnu, kæli og saxið gróft.

Blandið öllu saman sem á að fara í salatsósuna, þeytið saman og kryddið með salti og pipar e. smekk.

Þegar kartöflurnar eru bakaðar setjið þær í stóra skál ásamt hnetum, rúsínum, vorlauk og kryddjurtum. Hellið salatsósunni yfir og blandið varlega saman. Smakkið til og kryddið e. smekk. Þennan rétt má hvort sem er bera fram heitan strax eða við stofuhita.

IMG_2126

Þessi færsla var birt í Grænmetirréttir, Meðlæti, Miðausturlenskir réttir, Salat og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Sætkartöflusalat með miðaustulenskum blæ

  1. Bakvísun: Miðvikudags-þorskur með miðausturlensku tvisti | Krydd & Krásir

  2. Bakvísun: Hnetu- og aprikósufyllt lambalæri | Krydd & Krásir

  3. Bakvísun: Lambaframpartur með miðausturlenskum blæ | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s