Miðvikudags-þorskur með miðausturlensku tvisti

IMG_2294Ég er líklega ekki sú frumlegasta þegar kemur að nafngiftum á nýja rétti – þessi þorskur er jú eldaður á miðvikudegi og kryddblandan með miðausturlensku tvisti.  Góður réttur sem ég efast ekki um að verði eldaður aftur.  Mæli með sætkartöflusalatinu sem meðlæti og einföldu fersku grænu salati. Að sjálfsögðu er hægt að nota aðrar fisktegundir í þennan rétt, en þorskurinn finnst mér herramannsmatur, sérílagi þegar maður fær þykkar, splunkunýjar „steikur“ hjá fisksalanum sínum.

Uppskrift f. 3

  • 3 þorsk-steikur u.þ.b. 150 – 200 gr. hver
  • 1/4 granatepli (má sleppa, en þau gefa skemmtilegt lokatvist á réttinn)
  • 2 msk. olífuolía
  • 1 tsk. cuminfræ
  • 1 tsk. kóríanderfræ
  • 1/4 – 1/2 rauður chili (e. smekk), smátt skorin
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1/2 tsk. hunang
  • 2 vorlaukar, smátt skorinn
  • 1 cm engiferrót, rifin
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • 2 msk. kóríander smátt skorinn
  • salt og pipar e. smekk

midvikudagsþorskurRistið cumin- og kóríanderfræ á þurri pönnu þar til þau fara að ilma. Setjið í mortél og steytið þegar þau hafa kólnað.  Bætið ólífuolíunni og öllu öðru hráefni, nema granateplafræjunum saman við og blandið vel.  Smyrjið fisksteikurnar með kryddjurtablöndunni. Setjið í eldfast fat og bakið í ofni við 190°C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til fiskurinn er gegneldaður, en þó alls ekki of mikið. ATH að fiskurinn heldur áfram að eldast í nokkrar mínútur eftir að hann er tekinn úr ofninum.  Setjið granateplafræin yfir fiskinn áður en hann er borinn fram.  IMG_2291

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Miðausturlenskir réttir og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s