Hindberjatoppar

HindberjatopparSmákökubakstur er ómissandi hluti af aðventunni hjá okkur – yfirleitt bökum við 5 – 8 sortir og ekkert endilega alltaf þær sömu. Það er svo gaman að eiga heimabakað góðgæti að bjóða fjölskyldu, vinum og vinnufélögum á aðventu. Þessi uppskrift hefur fylgt okkur lengi og er ein af uppáhalds hjá táningnum. Sú var glöð þegar móðir hennar sló í þessar kökur í miðjum próflestri – hvað er ljúfara en að fá nýbakað góðgæti þegar maður tekur smá pásu frá skruddunum. En nú eru prófin búin og jólin handan við hornið – ég hlakka svo til 🙂

Hindberjatoppar-hraefniUppskrift

  • 300 gr. smjör
  • 200 gr. sykur
  • 1 egg
  • 450 gr. hveiti
  • 50 gr. haframjöl + meira til að velta kökunum í
  • hindberjasulta

Skerið smjörið í bita og setjið allt nema hindberjasultuna í hrærivélaskál. Vinnið vel saman.

IMG_6661Rúllið deiginu upp í tvær pulsur. Skerið í jafna bita og gerið kúlur úr hverjum bita. Veltið upp út haframjöli og myndið litla holu í hverja kúlu.

hindberjatoppar Setjið hindberjasultu á hverja köku.  Raðið á bökunarplötu og bakið við 180°C í 10 – 12 mínútur.

Hindberjatoppar

Þessi færsla var birt undir Bakstur, Jól, Smákökur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s