Eplaskúffukaka

EplaskuffukakaSíðasti sunnudagur ársins er runninn upp og um leið síðasti sunnudags-árdegisverður þessa árs, sem í þetta sinn var notið með kærum gestum sem allt of langt er síðan við höfum fengið í heimsókn til okkar. Nýtt ár er handan við hornið og framundan margir sunndags-árdegisverðir með góðu fólki. Ég hlakka ósegjanlega til ársins 2015 – það verður gott að kveðja árið 2014, taka góðar minningar með sér inn í nýtt ár og skilja annað eftir á stórum bálkesti á gamlárskvöld. Komandi ár verður ár tímamóta hjá Vatnsholtsgenginu. Sjálf mun ég fylla nýjan tug, táningurinn okkar hyggur á ársdvöl erlendis og fleira skemmtilegt er framundan sem vert er að hlakka til. Við munum án efa bjóða oft til árdegis og/eða kvöldverða. Vonandi gefast fleiri tækifæri til að njóta þeirra út í garði næsta sumar en það síðasta, sem var helst til vott hér sunnanlands í það minnsta gáfust mjög fá tækifæri til að dúka upp borð út í garði sumarið 2014. Ég hef mótað nokkur markmið fyrir árið 2015 í kollinum og er staðráðin í að gefa mér tíma til að skrifa þau niður. Flest þeirra snúa að því að njóta. Njóta samvista við fjölskyldu og vini, njóta útiveru, eldamennsku, ferðalaga, rækta garðinn minn og landið mitt, vera opin fyrir nýjum tækifærum og grípa þau fagnandi þegar þau blasa við mér, ganga á fjöll, veiða, sofa undir berum himni og muna að njóta líðandi stundar.  Árið mun einkennast af nýrri reynslu, dirfsku, þori, jákvæðni, húmor, kærleik og umfram allt hamingju – já árið framundan verður gott og ég hlakka til þess.

En að uppskrift dagsins – eplaskúffukaka sem var á árdegisverðarboðinu þennan fallega og síðasta sunnudag ársins.

Eplaskúffukaka-hráefniUppskrift

 • 2 dl. olía – bragðlítil t.d. ísio4
 • 250 gr. sykur
 • 4 egg
 • appelsínusafi úr einni appelsínu u.þ.b. 0,75 dl.
 • 1tsk. vanilludropar
 • 350 gr. hveiti
 • 2,5 tsk. lyftiduft

Eplablanda

 • 4 epli
 • 1 msk. kanill
 • 4 msk. sykur
 • 2 msk. sítrónusafi (nýkreistur)

Ofan á kökuna

 • 50 gr. möndlur, saxaðar
 • 2 tsk. sítrónubörkur

Hitið ofninn í 175°C.

IMG_7039Afhýðið eplin og skerið í teninga. Setjið eplabitana í skál og blandið kanil, sykri og sítrónusafa saman við eplin.

Hrærið olíu og sykri saman og bætið eggjunum saman við einu í senn og hrærið vel á milli. Hrærið vanilludropum og appelsínu safa saman við. Bætið loks hveiti og lyftidufti saman við.   Ég sigta hveitið og lyftiduftið áður en ég blanda því saman við – þannig verður kakan léttari í sér, en það er ekki nauðsynlegt.

IMG_7047Setjið helminginn af deiginu í botninn á vel smurðu eða pappírsklæddu skúffukökuformi sem er um það bil 33×25 cm. að stærð. Dreifið deiginu jafnt úr og setjið um það bil helminginn af eplunum ofan á.

IMG_7071Heillið afganginum af deiginu yfir eplablönduna og dreifið vel úr því. Dreifi því sem eftir er af eplunum yfir deigið og stráið möndum og sítrónuberki jafnt yfir.

Bakið kökuna í um það bil 1 klst. neðarlega í ofninum. Leyfið kökunni að kólna í forminu i a.m.k. 15 mínútur. Skerið í hæfilega bita og berið fram með rjóma ef vill.

Eplaskúffukaka

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s