Ris a l’amande

Ris a l'amandRis a l’amande er ómissandi á jólum – nafnið er franskt og þýðir einfaldlega hrísgrjón með möndlum. Rétturinn er hins vega hingað kominn frá Danmörku þar sem hann hefur verið þekktur í það minnsta í tvær aldir skv. heimildum mínum sem að sjálfsögðu eru fengnar úr  Matarást hennar Nönnu Rögnvaldardóttur.  Uppskriftin sem hér birtist hefur hins vegar þróast hjá okkur síðustu árin og tímabært að beita sig aga, mæla nákvæmlega og skrá hana 🙂  Ris a l’amande er eftirréttur en við höfum þennan rétt í hádeginu á aðfangadag – uppskriftin er frekar stór og því er yfirleitt smávegis afgangur sem gott er að læðast í á jóladag eða annan í jólum.  Að sjálfsögðu setjum við eina heila möndlu í grautinn og sá sem hana fær hlýtur möndlugjöfina sem í okkar fjölskyldu hefur undanfarin a.m.k. 10 ár verið borðspil og/eða viðbætur við borðspilin sem til eru  – við eigum því orðið gott úrval af borðspilum sem gaman er að spila um jólin 🙂

Ris a l'amand hráefniUppskrift (fyrir 6 – 8)

  • 200 gr. grautar-hrísgrjón
  • 1 l mjólk
  • 1/2 vanillustöng
  • 3 msk. sykur
  • 1 tsk. salt
  • 100 gr. mönduflögur
  • 1 heil mandla
  • 5 dl. rjómi, þeyttur

Skolið hrísgrjónin undir köldu vatni. Setjið þau í pott ásamt mjólk, salti, sykri og vanillustönginni sem gott er að kljúfa eftir endilöngu.  Sjóðið við vægan hita í 45 mínútur. Kælið vel – jafnvel yfir nótt.  Hrærið möndlunum og þeyttum rjóma varlega saman við.

Berið fram með góðri sósu – við útbúum alltaf hindberjasósu og er uppskrift af henni hér.

Ris a l'amand

Þessi færsla var birt í Eftirréttir, Jól og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s