Jarðarberjamúffur

IMG_9664Í gærkvöldi hrópaði unglingurinn upp yfir sig að hún yrði að koma með köku á síðasta námskeiðskvöldið sitt hjá Dale Carnegie þar sem hún hefur síðustu 10 vikur verið á frábæru námskeiði fyrir ungt fólk. Hún er sjálf mjög liðtæk í eldhúsinu, sérílagi við bakstur og hefði alla jafna bjargað þessu sjálf, en í gær var hún að læra fyrir munnlegt dönsku próf. Móðirin setti sig því í stellingar, þakkaði fyrir hve einbeitt unglingurinn var yfir dönskunni og hóf tilraunamennsku sem endaði í þessum líka ljómandi góðu jarðarberjamúffum.  Þessar verða bakaðar aftur svo góðar eru þær og að sjálfsögðu langbestar nýbakaðar.

Uppskrift

  • 280 gr. hveiti
  • 120 gr. sykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 80 gr. smjör brætt
  • 2 egg
  • 2 dl. mjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 24 lítil eða 12 stór jaðarber (fersk eða frosin)

ofan á múffurnar

  • 15 gr. smjör
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. hveiti
  • 3 msk. hakkaðar möndlur

Blandið saman hveiti, sykri og lyftidufti í skál. Léttþeytið egg í annari skál, bætið mjólk, vanillu og bræddu smjöri út í og þeytið saman.  Setjið þurrefnin saman við og hrærið lauslega saman en gætið að því að hræra ekki of mikið.

Blandið því sem á að fara ofan á múffurnar saman með gaffli.

Skiptið deiginu í 12 múffuform, setjið 1- 2 jarðarber í hverja múffu og þrýstið þeim ofan í deigið.  Myljið smjör-möndlu-deigið yfir hverja múffu.  Bakið við 180 C í 15 – 20 mín.

IMG_9634

Þessi færsla var birt í Bakstur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s