Súkkulaði- og rauðrófukaka

IMG_9227Mikið eru helgarnar dásamlegur tími – samvera með fjölskyldu og vinum, göngutúrar, bæjarferðir, sundferðir og síðast en ekki síst matarboð af öllum tegundum.  Árdegisverðarboð, síðdegiskaffiboð, kvöldverðarboð – svei mér ég hef jafn gaman af þeim öllum, svo fremi þau snúist um að hitta þá sem manni þykri vænt um, njóta samveru og góðs matar. Þessi kaka var einmitt í einu síðdegiskaffiboði hjá okkur fyrir ekki alls löngu og vakti mikla lukku. Rótargrænmeti í kökur er ekki óþekkt, við höfum flest smakkað gulrótarköku og eigum mörg okkar uppáhalds. Hér er skemmtilegt tvist á súkkulaðiköku – rauðrófur eru kannski ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við hugsum um súkkulaðiköku en kemur skemmtilega á óvart. En ein aðvörun fyrir þá sem vilja dísætar súkkulaðikökur þá er þetta ef til vill ekki rétta uppskriftin svo því sé til haga haldið.

Uppskrift

  • 250 gr. smjör
  • 250 gr. dökkt súkkulaði (70% er best en það má líka nota suðusúkkulaði)
  • 3 egg
  • 250 gr. sykur
  • 150 gr. hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 250 gr. rauðrófa

Skrælið rauðrófuna, sjóðið þar til hún er mjúk, kælið og rífið á rifjárni.

Skerið smjörið í bita og brytjið súkkulaðið, setjið í pott og bræðið saman yfir vægum hita.

Hrærið egg og sykur vel saman.  Hrærið súkkulaðiblöndunni rólega saman við eggjablönduna.  Sigtið hveiti og lyftiduft yfir blönduna og hrærið varlega saman. Loks er rauðrófunum hrært rólega saman við, gætið að því að hræra ekki of mikið í blöndunni því þá getur kakan orðið seig.

Bakið í vel smurðu kökuformi sem er u.þb. 22-24 cm. við 180°C í 20 – 25 mínútur. Kælið og sigtið örlitlum flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.

rauðrofuterta

Þessi færsla var birt í Bakstur, Kökur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Súkkulaði- og rauðrófukaka

  1. Bakvísun: Rauðrófu-hummus | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s