Hnetukökur

IMG_0031Það má segja að þessi uppskrift sé í hollari kantinum, full af grófu mjöli, hnetum og fræjum og sykurinnihaldið í lágmarki. Uppskriftin er fremur stór, úr henni fást um það bil 100 kökur.  Innihaldslistinn er langur og getur virkað flókinn, en með því að taka allt til áður en maður byrjar baksturinn þá verður verður þetta ekkert mál.

Það er ekki nauðsynlegt að taka uppskriftina mjög hátíðlega, það er hvað varðar tegundir af fræjum og hnetum, ef ykkur finnst ein tegund betri en önnur skiptið þið einfaldlega út og aðlagið að ykkar smekk. Það sama á við um rúsínurnar og trönuberin, þeim má skipta út fyrir þurrkaðar döðlur eða apríkósur svo dæmi sé tekið.

Þetta eru vinsælar kökur í próflestri á aðventu – stútfullar af hollum hnetum og fræjum og samviska móður friðast aðeins.

IMG_0016Uppskrift

 • 240 gr. smjör
 • 140 gr. hnetusmjör – gróft
 • 150 gr. púðursykur
 • 2 egg
 • 75 ml. mjólk
 • 100 gr. haframjöl
 • 50 gr. hveitiklíð
 • 150 gr. heilhveiti eða gróft spelt
 • 50 gr. sesamfræ
 • 50 gr. sólblómafræ
 • 50 gr. graskersfræ
 • 100 gr. valhnetur – gróft saxaðar
 • 100 gr. heslihnetur – gróft saxaðar
 • 100 gr. cashew hnetur – gróft saxaðar
 • 100 gr. rúsínur
 • 100 gr. trönuber þurrkuð
 • 1 msk. kanill
 • 1 tsk. engifer
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1/2 tsk. salt

Hrærið smjör, hnetusmjör og sykur vel saman. Bætið eggjunum út í, einu í senn og hrærið vel. Þá er mjólkinni bætt út í og hrært saman. Setjið þurrefni, hnetur, fræ og þurrkaða ávexti út í og hrærið vel.

Setjið með teskeið (eða lítilli ísskeið) á pappírsklædda bökunarplötu.  Bakið við 180° C í u.þ.b. 10 mínútur.

Geymið í vel lokuðu íláti á köldum stað eða í frysti

IMG_0027

Þessi færsla var birt í Bakstur, Jól, Smákökur og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s