Súkkulaðikökur með valhnetum

IMG_0048Mikið og djúpt súkkulaðibragð einkennir þessar kökur sem eru ef til vill meira fyrir fullorðna en börn. Ákaflega góðar með sterku góðu kaffi og púrtvíni eða jafnvel rauðvínstári í lok máltíðar.

Uppskrift

  • 200 gr. 70% súkkulaði
  • 80 gr. smjör
  • 2 egg
  • 120 gr. sykur
  • 2 tsk. skyndikaffiduft
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 50 gr. hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 150 gr. suðusúkkulaði saxað
  • 150 gr. valhnetur saxaðar

Bræðið saman smjör og 70% súkkulaðið yfir vatnsbaði eða við lágan hita. Þeytið egg, sykur kaffiduft og vanillu saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið súkkulaði- blöndunni út í og blandið vel saman.  Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í ásamt söxuðu súkkulaði og valhnetum.

Setjið með teskeið (eða lítilli ísskeið) á pappírsklædda bökunarplötu.  Bakið við 180° C í u.þ.b. 8-10 mínútur. Látið kökurnar kolna aðeins á plötunni, sigtið smávegis af flórsykri yfir þær og færið yfir a rist og latið þær kólna alveg.

sukkuladikokurKökurnar geymast best í frysti, þær eru fljótar að þiðna og því gott að taka þær bara jafnóðum úr frystinum.

Þessi færsla var birt í Bakstur, Jól, Smákökur og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s