Það eru töluvert mörg ár síðan ég kynntist þvi að grilla kjúkling á bjórdós – og síðan þá nota ég þá aðferð alltaf þegar ég heilgrilla kjúkling. Með þessari aðferð verður kjúklingurinn mjúkur, safarikur og jafneldaður. Í kvöld notaði ég kryddblöndu sem er innblásin frá Jamie Oliver en það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum manni sem fylgist með þessu bloggi að ég leita oft til hans eftir innblæstri, auk þess sem ég fer ekki til London án þess að heimsækja einhvern af stöðunum hans. Meðlætið var einfalt – grillað grænmeti og gott ferskt salat.
- Ferskur heill kjúklingur u.þ.b. 1,4-1,8 kg.
- olífuolía
- 1 dós bjór/pilsner
- 1/2 dl barbecue sósa
- 3-4 vorlaukar – saxaðir í fínar sneiðar
- 1/2 – 1 rauður chili saxaður í fínar sneiðar
- ferskt kóríander u.þ.b. ein lúka söxuð gróft
Kryddblandan
- 1 tsk. reykt paprika
- 1/2 tsk. chiliduft
- 1/4 tsk. cayenne pipar
- 1 tsk. svartur pipar -fersk malaður
- 1 tsk. cumin fræ
- 1 1/2 tsk. sjávarsalt
- 1 tsk. púðusykur
Blandið öllum kryddunum í kryddblöndunni saman og steytið í mortéli svo kryddin blandist vel og verð að fínu dufti.
Hreinsið kjúklinginn og þerrið. Nuddið kjúklinginn með olífuolíu og kryddið með kryddblöndunni, nuddið kryddinu vel inn í kjúklinginn og notið hendurnar til þess 🙂
Opnið bjórdósina/pilsnerinn og hellið u.þ.b. 1/3 úr dósinni í glas fyrir kokkinn. Þræðið kjúklinginn upp á dósina upp í endann þannig að hann standi sjálfur. Kjúklingurinn er síðan settur á grillið sem hefur verið forhitað og er blússabdi heitt. Ég slekk síðan á brennaranum sem er beint undir kjúllanum, því annars er hætta á að hann brenni. Hef sumsé kveikt á ytri brennaranum og grilla þannig með óbeinum hita. Hitinn í grillinu verður þó að vera mikill svo bjórinn í dósinni sjóði og gufan frá honum leiki um fuglinn. Grillið í u.þ.b. 55 mínútur. Penslið þá barbecue sósunni á kjúklinginn og grillið áfram í u.þ.b. 10 mínútur. Stráið söxuðum vorlauk, rauðu chili og kóríander yfir kjúklinginn þegar hann kemur af grillinu.
Berið fram með einföldu og góðu meðlæti, fersku salati og/eða grilluðu grænmeti.
Góðan dag
Góðan dag 😀