Kjúklingur með spænsku ívafi – Chorizo pylsu og nýjum kartöflum

IMG_5392Loksins, loksins getum við valið um að kaupa og neyta kjúklinga sem fá óerfðabreytt fóður og aðbúnað sem maður þarf ekki að skammast sín fyrir – afurð sem framleidd er á vistvænan hátt og hugað að velferð dýranna. Í vikulegri heimsókn í Frú Laugu sl. laugardag hitti ég framleiðendur Litlu gulu hænunnar, tvær ótrúlega smart ungar konur sem fylgdu fyrstu framleiðslu sinni eftir alla leið til kaupendanna.  Það var gaman að hitta þær stöllur og frábært að fá loksins val, þetta er framtíðin – ég mun leitast við að versla við Litlu gulu hænuna áfram.

Þessi fyrsti réttur sem ég elda með afurð Litlu gulu hænunnar er með spænsku ívafi, chorizo pysla, nýjar íslenskar kartöflur og oreganó fara einkar vel með kjúklingakjötinu – réttur sem án efa verður aftur á borðum í Vatnsholtinu.

KjúklingarétturUppskrift  (fyrir 5)

  • 1,5 kg. kjúklingur – hlutaður í 8 bita
  • 150 gr. chorizo pylsa
  • 800 gr. kartöflur litlar (smælkið er best)
  • 1-2 rauðlaukar, skornir í 8 – 10 báta hvor
  • 2-3 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og saxaðir gróft
  • rifið hýði af appelsínu
  • olífuolía
  • oregano – ferskt ein lúka eða 2 msk. þurrkað
  • salt og pipar

Hlutið kjúklinginn í 10 bita, nuddið olífuolíu á bitana og kryddið með salti og pipar. Raðið bitunum í ofnskúffu.

Setjið olífuolíu, gróft skorið oreganó og hvítlauk, hýði af appelsínu, salt og pipar í skál, veltið kartöflunum og rauðlauknum upp úr olíublöndunni og setjið í ofnskúffuna. Skerið chorizo pylsuna í 1/2 cm þykkar sneiðar og setjið í ofnskúffuna.

Kjúklingarréttur spænskurBakið við 200°C í klukkustund, en athugið að þegar tíminn er um það bil hálfnaður er gott að taka skúffuna út, velta kartöflunum til og ausa gullnum vökvanum sem nú hefur myndast í ofnskúffunni yfir kjúklinginn.

Berið fram með góðu grænu, einföldu salati.

Þessi færsla var birt í Kjötréttir og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s