Grillaður maís

Grillaður ferskur maís Grillaður ferskur maís er eitt það besta sem unglingurinn minn fær og því fagnað mjög þegar ferskur maís fæst í verslunum eins og nú. Hún kynntist fyrst þessum rétti þegar við dvöldum í Seattle sumarið 2008 – þá var þetta einn helsti götumaturinn sem í boði var á götu- og matarhátíðum og í almennings-görðum.  Maís er ákaflega gott meðlæti með grilluðu kjöti eða sem einn af nokkrum grilluðum grænmetisréttum. Við grillum hann í hýðinu, kryddum hann oftast áður en við grillum hann, en þó eru undantekningar á því og stundum grillum við hann bara eins og hann kemur fyrir. Þessi uppskrift er eins og svo margar sem ég birti – alls ekki heilög, endilega prufið ykkur áfram með kryddið – það sem ykkur finnst best – er líka best á maísinn.

En að öðru – þegar við grilluðum þennan maís, var óskaplega gott veður, öll fjölskyldan í mat og allir hjálpuðust að við að elda og dekka upp fallegt borð út á palli. En þrátt fyrir að myndirnar sem hér eru birtar séu fallegar og maísinn vel heppnaður þá gekk raunar allt á afturfótunum þegar við elduðum þetta kvöld.  Þegar við loks settumst niður, höfðum náð að taka fallegar myndir af því sem þó heppnaðist og það sem best var náð að halda húmornum og góða skapinu þrátt fyrir allt brasið, mistökin og slysin sem áttu sér stað….. ræddum við hvað það væri nú verið fyndið ef við hefðum tekið myndir af misheppnuðu sósunni sem vildi ómögulega verða eins og hún átti að vera eða mynd af fallega kryddstauknum með dásamlega uppáhalds ítalska kryddinu mínu sem endaði í þúsund molum á stéttinni, eða sætu kartöflunum sem brunnu aðeins…… Næst munum við mynda mistökin og setja í sérstaka færslu – það er ef við náum að hafa húmorinn að leiðarljósi eins og þetta kvöld 🙂

maís - uppskriftUppskrift 

  • 4 maís stönglar, ferskir
  • 4 sneiðar smjör, kalt
  • 1-2 hvítlauksrif, skorin í örþunnar sneiðar
  • timían, ferskt, nokkrar greinar
  • gott chilikrydd
  • salt og pipar

Leggið maís í kalt vatn í 5-15 mínútur.

IMG_5262Takið maísinn upp úr vatninu og þerrið.

IMG_5265Losið hýðið utan af honum, en slítið það ekki frá stilknum.  Losið um þræðina sem eru innst og slítið þá frá.

IMG_5273Skerið kalt smjör í sneiðar með ostaskera og hverja sneið í nokkra bita. Leggið bitana jafnt yfir maísinn. Kryddið með nokkrum sneiðum af hvítlauk, greinum af tímían,  chiliflögum, pipar og salti.

IMG_5275Leggið hýðið utan um maísinn aftur, snúið upp á endann og bindið fyrir hann með einu blaðinu. Grillið á meðalheitu grilli og snúið reglulega. Grilltíminn er um það bil 10-15 mínútur.

Maís

 

Þessi færsla var birt í Grænmetirréttir, Grillréttir, Meðlæti og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s