Súkkulaðimús með hindberjum

Súkkulaðimús með ferskum hindberjumFyrir nokkrum árum gaf vinkona mín mér pínulítinn afleggjara af hindberjaplöntu sem ég kom fyrir í garðinum mínum. Þessi litli afleggjari hefur aldeilis dafnað og er orðin að hinum myndarlegasta runna sem þeytist um beðið mitt. Uppskeran í ár er sú besta fram til þessa, fyrstu berin voru orðin fallega rauð og bústinn í kringum 10. ágúst og síðan þá höfum við náð okkur í ber um leið og þau þroskast. Það er dásamlegt að rölta út í garð og kíkja eftir þroskuðum, rauðum og bústnum berjum, tína þau jafnóðum og þau eru upp á sitt besta og borða fersk með grískri jógúrt og heimagerðu músli – nú eða raða einu beri á hvern putta og borða síðan ein og sér – það er uppáhalds hjá unglingnum á heimilinu.  Hindber og súkkulaði eru líka dásamlegt par og þessi súkkulaðimús vakti mikla lukku á sunnudagskvöldi fyrir rúmri viku þegar fjölskyldan sameinaðist yfir desert og spilum.

IMG_5351Uppskrift 

  • 200 gr. súkkulaði 70%
  • 1 tsk. smjör
  • 1 tsk. hrásykur
  • 1 tsk. vanilludropar – góðir úr ekta vanillu
  • 2 egg
  • 3 dl. rjómi

Ofan á súkkulaðimúsina 

  • 250 gr. hindber fersk
  • 1 tsk. hrásykur

Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita og kælið.

sukkuladimusSetjið rjómann í skál, blandið sykri og vanillu út í og léttþeytið.  Skiljið eggjarauður og hvítur og stífþeytið hvíturnar. Bætið eggjarauðunum út í þeyttan rjómann og hrærið vel saman, þá er súkkulaðiblöndunni hrært saman við rjómablönduna og er stífþeyttum eggjahvítunum hrært varlega saman við.

Setjið súkkulaðimúsina hvort heldur sem hentar í eina stóra og fallega skál eða í 8 litlar skálar, glös eða krukkur. Geymið í kæli þar til borið er fram.

sukkuladimus2Maukið tæplega helminginn af hindberjunum með einni tsk. af hrásykri. Setjið þunnt lag af maukinu yfir súkkulaðimúsina og skreytið með ferskum og fallegum hindberjunum.

IMG_5386Gaman er strá blöðum af morgunfrú og sítrónumelissu yfir hindberin.

 

 

Þessi færsla var birt í Eftirréttir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s