Opin samloka með spínat, tómötum, skinku og hleyptu eggi

IMG_5776Ég hef aldrei verið snillingur í að gera hleypt egg og á nokkrar misheppnaðar tilraunir að baki.  Eftir að hafa horft á þetta myndband hjá vini mínum Jamie Oliver hef ég komist að því að þetta eru engir galdrar aðrir en þeir að vera með ný-orpin egg. Ekkert edik eða aðrir galdrar, bara nýtt og ferskt hráefni, róleg suða á vatni og um það bil 3 mínútur. Með þetta að leiðarljósi útbjó ég dásemdar brauð sem á vel við í hádegi á fallegum sunnudegi.  Á sunnudögum er nefninlega gaman að hafa örlítið meira fyrir morgun- og/eða hádegisverðinum og gera tilraunir sem maður gefur sér annars ekki tíma til.  Stundum heppnast tilraunirnar svo vel að þær verðskulda færslu – eins og gerðist í dag 🙂  Svo góður var þessi réttur að hann verður án efa endurtekin fljótlega.

Hraefni_opin samlokaUppskrift (f. 3 brauðsneiðar)

  • 3  súrdeigsbrauðsneiðar
  • 1 stór hvítlauksgeiri
  • 3 lúkur spínat
  • 3 tómatar
  • 3 sneiðar góð skinka (alvöru kjötsneiðar, ekki vatn og bindiefni)
  • 3 egg

Skerið hvítlaukinn í tvennt, geymið annan helminginn en saxið hinn gróft.  Skerið tómatana í báta.

IMG_5760Steikið spínatið í örlítilli olíu á pönnu, saltið og setjið síðan saxaða hvítlaukinn og tómatana út á pönnuna, veltið til og slökkvið undir.

IMG_5763Steikið brauðið á grillpönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, það er líka unnt að rista brauðið í hefðbundinni ristavél eða í samlokugrilli eða heitum ofni. Takið hálfa hvítlauksgeirann og nuddið brauðsneiðina með sárinu.

Setjið brauðsneiðarnar á diska, leggið eina góða skinkusneið á hverja brauðsneið, skiptið spínatinu og tómötunum jafnt á brauðsneiðarnar.

IMG_5764Sjóðið vatn í potti, brjótið egg og setjið í skál eða bolla og þaðan út í sjóðheitt en þó ekki bullsjóðandi vatnið. Látið soðna í 3 mínútur og veiðið upp út pottinum með spaða.

Setjið egg á hverja brauðsneið – piprið og saltið e. smekk.  Berið strax fram og njótið.

IMG_5770

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Smáréttir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s