Heit ídýfa með þistilhjörtum og spínati

Heit ídýfa með þistilhjörtum og spínatiÉg bragðaði ídýfu með þistilhjörtum og spínati fyrst á veitingastað í Pittsburgh þar sem dóttir mín og tengdasonur bjuggu um tíma. Ég heimsótti þau eitt vorið. Við mæðgur hjóluðum einu sinni sem oftar í bæinn, þar sem við vorum búnar að læsa hjólunum og ætluðum að ganga um og skoða bæinn skall á með úrhellis rigningu. Það var góð ástæða til að smella sér inn á næsta veitingastað og panta glas af góðu hvítvíni og einn smárétt. Smárétturinn sem við völdum var heit ídýfa með þistilhjörtum og spínati borið fram með góðum tortilla flögum og grilluðu pítubrauði brotið í litla bita.  Þetta var svo góður réttur að við fórum nokkrum sinnum aftur á hina ýmsu staði og fengum okkur þennan rétt, það þurfti ekki rigningu til.

Þegar heim var komið hófst leit að uppskriftinni á netinu en þar er að finna óteljandi margar útgáfur. Þessi útgáfa er afrakstur nokkurra tilrauna og er upplagður smáréttur í fámenn eða fjölmenn boð þar sem boðið er upp á smáréttarborð eða bara á kósíkvöldi með fjölskyldunni.


IMG_5837Uppskrift

  • 100 gr. rjómaostur
  • 50 gr fetaostur (hreinn, ekki kryddaður í olíu) 
  • 1 hvítlauksrif, marið undir hnífsblaði og saxað smátt
  • 1 bolli spínat, ferskt 
  • 1 bolli þistilhjörtu, úr krukku
  • salt og grófmalaður pipar
  • rifinn ostur

Hitið ofninn í 180°gráður. Hrærið saman rjóma- og fetaost, bætið hvítlauk út í og saltið og piprið.  Saxið spínatið og þistilhörtun smátt, eða maukið gróft saman í matvinnsluvél.  Blandið spínatinu og þistilhjörtunum saman við ostablönduna.

idyfaSetjið í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til heitt í gegn og rifni osturinn er bráðnaður ofan á. Berið fram með ristuðu pítubrauði sem er skorið í bita, tortilla flögum eða snittubrauði.

 

Þessi færsla var birt í Smáréttir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s