Berjaskúffukaka

BerjaskúffukakaÞað er ef til vill alger klisja, en ég segi það samt og skrifa. Tíminn líður svo hratt að mér finnst ég varla ná að snúa mér í hálfhring áður en ný vika er komin, nýr sunnudagur. Uppáhaldsdagur vikunna, dagurinn til að njóta, gleðja og samgleðjast.  Auðvitað eigum við að njóta hvers dags, já og þakka fyrir hvern dag, það eru ekki allir sem fá tækifæri til að njóta jafn margra góðra daga og við – klisja já, já …..  og ég skal stoppa núna og snúa mér að því sem skiptir máli á þessum miðli, nefninlega uppskriftinni. Hugmyndina af þessari köku fékk ég við lestur matreiðslubóka hinnar hollensku Yvette Van Boven – breytt og aðlöguð að því sem til var og smekk okkar. Upplagt að skella í hana á laugardags-, eða sunnudagsmorgni – mjúk og góð, hæfilega sæt að mínum mati, en ef til vill vilja einhverjir sætari kökur. Fyrir þá mæli ég með að blanda nokkrum skeiðum af sykri við berjablönduna – sjálfri finnst mér gott að finna ferska og örlítið súra bragðið af berjunum á móti sætum kökubotninum.  Kakan geymist vel í góðu íláti eða í allt að viku.


Berjaskuffukaka-hráefniUppskrift

  • 250 gr. hveiti
  • 50 gr. haframjöl
  • 200 gr. púðusykur
  • 75 gr. kókosmjöl
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 200 gr. smjör, kalt og skorið í litla bita
  • 2 egg
  • 400 gr. berjablanda (bláber, hindber, brómber, rifsber)

Hitið ofninn í 180°C.  Klæðið ferkantað eldfast form u.þ.b. 23cm með bökunarpappír.

Blandið saman hveiti, haframjöli, púðusykri, kókosmjöli og lyftidufti í matvinnsluvél. Setjið kalt smjörið saman við og blandið vel saman (notið pulse hnappinn). Þegar blandan er orðin að grófri mylnslu takið þá um það bil 200 gr. frá og setjið í skál.  Blandið eggjunum út í það sem eftir er í matvinnslu-véla-skálinni og blandið vel saman.

berjaskuffukakaSetjið blönduna með eggjunum í botninn á pappírsklædda forminu og dreifið berjablöndunni jafnt yfir.

IMG_6004Dreifið loks grófu mylnsunni yfir berjablönduna. Bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.

IMG_6009Kælið kökuna, skerið í bita, stráið örlitlu af fórsykri yfir bitana og berið fram.

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s