Kjúklingur með pestó og ricotta osti

Kjúklingur með pestó og ricotta

Það er einfaldara en ætla má að útbúa ricotta ost heima í eldhúsi – ég fór á námskeið hjá Salt eldhúsi fyrir stuttu og komst að því og um leið hve skemmtilegt er að útbúa sinn eigin ost, en auk ricotta lærðum við að gera mozzarella.  Ég skelli ef til vill inn færslu fjótlega um einfalda ostagerð – en þangað til, enn einn dásemdar-kjúklingarétturinn og að þessu sinni með ítölsku ívafi.  Þegar ég kom heim af námskeiðinu með fulla dós af ricotta osti – rifjaði ég upp þessa uppskrift. Ég hef nokkrum sinnum eldað þennan rétt, held að ég hafi fyrst stuðst við uppskrift sem birtist í Gestgjafanum fyrir mörgum síðan, en síðan eftir minni og smekk og útkoman hreint afbragð. Það getur verið erfitt að fá ricotta ost á matvörubúðum á Íslandi og þegar hann er til þá er hann svo dýr að maður hikstar aðeins áður en maður tekur ákvörðun um kaupin – en það má nota kotasælu í staðinn nú eða útbúa eigin ricotta. Hér eftir mun ég bara smella í heimagerðan ricotta ost – það er bæði einfalt og frekar fljótlegt.

Hráefni kjúklingur með pesto og ricottaUppskrift

  • 1 kjúklingur u.þ.b. 1,2 – 1,4 kg. (mæli með velferða-kjúklinunum frá Litlu gulu hænunni)
  • 200 gr. ricotta ostur (má líka nota kotasælu)
  • 7 – 8 msk. basil pestó – heimagert er best, sjá uppskrift hér
  • 3-4 msk. rifinn parmesan ostur
  • 1 msk. bráðið smjör
  • 1 msk. olífuolía
  • salt
  • nýmalaður pipar

Hrærið ricotta osti, pestó og parmesan osti vel saman.  Kryddið með salti og pipar.

Best er að kjúklingurinn sé við stofuhita. Losið haminn frá frá kjötinu varlega með sleif eða fingrunum,  gætið þess að rífa haminn ekki.

kjulliTroðið ostablöndunni undir haminn og strjúkið blönduna þannig að hún dreifist nokkuð jafnt og þeki nánast allan kjúklinginn.  Blandið bræddu smjöri og ólífuolíu saman og nuddið kjúklinginn með blöndunni. Kryddið með salti og pipar – ég átti kryddsalt með basil og parmesan og notaði það, en annars er gott sjávarsalt vel brúklegt.

Setjið kjúklinginn í eldfast mót og krækið leggjunum saman svo fyllingin leki síður úr honum.  Bakið við 190°C í 60 – 70 mínútur.

Berið fram með grænu salati og soðnum nýjum íslenskum kartöflum, sem velt er upp úr smjöri og kryddaðar með góðu salti og saxaðri steinselju.IMG_6036

Þessi færsla var birt í Kjötréttir og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s