Laufabrauð

LaufabrauðFjölskylduhefðir á aðventu og um hátíðir eru hreint dásamlegar. Ein þeirra sem okkur þykir ákaflega vænt um er sú sem maðurinn minn kom með, nefninlega laufabrauðsbakstur. Móðir hans hún Dísa, elskuleg tengdamóðir mín, hefur allt frá því hún var í foreldrahúsum hnoðað, skorið og steikt laufabrauð. Fyrstu búskaparár okkar Helga fengum við brauðið sent frá Ísafirði, þar sem tengdaforeldrar mínir áttu heima. Rétt fyrir jólin barst alltaf stór kassi með póstinum sem innihélt ýmislegt góðgæti auk jólagjafa. Meðal þess sem í kassanum leyndist var fagurlega útskorið laufabrauð og það merkilega við þessar sendingar var að tengdamóður minni tókst alltaf að búa svo um fallega skorið brauðið að hvert og eitt einasta var heilt. List sem ekki öllum er gefið. Ég er tengdamóður minni þakklátt fyrir margt og meðal annars þess að hafa kennt okkur að útbúa laufabrauð frá grunni eftir gamalli uppskrift sem ég hélt lengi vel að kæmi frá móður hennar – en reyndist rangt – elsku Dísa tók sjálf upp því að baka laufabrauð þegar hún bjó í foreldrahúsum og fann uppskriftina í einhverri gamalli bók.  Nú deilum við þessari dásemdaruppskrift með ykkur sem viljið. Við erum alltaf sannfærð um að þessi uppskrift er sú allra, allra besta og dagurinn sem fer í laufabrauðsbakstur er fjölskyldudagur sem markar upphaf aðventu hjá okkur.

laufabraud-hraefniUppskrift (u.þ.b. 20-22 kökur)

 • 500 gr. hveiti
 • 3 dl. mjólk
 • 1/2 tsk. salt
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 4 tsk. smjör
 • 3 tsk. sykur
 • Plöntufeiti til steikingar

Hitið mjólk og smjör saman að suðu, kælið síðan þar til hitastigið verður um það bil 37°C. Bætið hveiti, salti, sykri og lyftidufti út í mjólkurblönduna. Hnoðið þar til deigir er mjúkt – þetta má gera kvöldið áður en kökurnar eru skornar.*

laufabraudBúið til rúllu úr deiginu og deilið því í um það bil 20-22 jafna parta.  Fletjið hvern part mjög þunnt út, skerið síðan í hring undan kökudiski með kleinujárni eða pizzuhjóli.

laufabraud2Skerið hverja köku út með laufabrauðsjárni og skreytið af hugans list. Notið beittan hníf til að lyfta hornunum á mynstrinu. Pikkið þær létt með gaffli.

Bræðið plöntufeitina í góðum potti.  Þegar feitin er orðin nægilega heit, eru kökurnar steiktar í feitinni.

laufabraud3Best er að snúa skurðhliðinn fyrst niður, þegar sú hlið er farin að taka lit er kökunni snúið við og steikt áfram þar til gullinbrún. Þá er kakan tekin upp úr feitinni og látið renna af henni mesta feitin yfir pottinum.  Leggið síðan á eldhúspappír og slétt pottlok lagt ofan á kökuna. Þegar kökurnar eru allar steiktar eru þær kældar og síðan  raðað í box  með pappír á milli – kökurnar geymast vel í lokuðu íláti.

LaufabrauðBrauðið er ýmist borðað þurrt eða með smjör.  Borið fram með hangikjöti – heitu eða köldu, soðnu eða hráu.

* Deigið er þá sett í plastpoka, pokinn vafinn inn í viskustykki og látið standa á borði yfir nótt.

Þessi færsla var birt í Bakstur, Brauð, Jól og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

4var við Laufabrauð

 1. Brynja sagði:

  Það er ekkert eins tilheyrandi og laufabrauðsgerð á aðventunni. Við fjölskyldan höfum alltaf gert laufabrauð, en við setjum kúmen í deigið og það er himneskt. Einnig stràum við salti yfir kökurnar áður en við „kremjum“ eða „slèttum eftir steikingu… Þetta gefur kökunum hrikalega gott bragð.
  Mæli eindregið með að þið prufið þetta, kv B

 2. Brynja sagði:

  Já og svo er laufabrauð líka svakalega gott með svínakjöti „fleskesteg“

 3. berglindolafs sagði:

  TAKK fyrir þetta Brynja – prufa þetta næst 🙂

 4. Valgerður Magnþórsdóttir sagði:

  Litla amma gerði besta laufabrauðið ,hún notaði rúgmjöl 😉 (þú verður líka að prufa það )

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s