Hreindýralifrapaté

Hreindýrapaté Það er alltaf tilhlökkun þegar líður að hinum árlega villibráðar-gourmet-degi sem ég hef áður sagt ykkur frá í þessari færslu hér. Þá hittumst við nokkrir góðir vinir og verjum nánast heilum degi í að útbúa ýmislegt góðgæti úr villtu hráefni; gæs, hreindýri, lax og silung. Góður dagur þar sem við gerum villtar tilraunir í bland við velþekkta rétti í frábærum félagsskap sem einkennist af  húmor, endalausum hlátrasköllum en um leið einbeitingu og áræðni – blanda sem maður lifir lengi á. Sjálf er ég ekki enn farin að stunda skotveiðar og nýt því enn góðs af veiðidellu vina minna og bræðra – en svei mér ef það verður ekki eitt af áramótaheitunum fyrir árið 2015 – ég er í það minnsta farin að lesa mig aðeins til um skotveiði 🙂

villibradadagurAð venju heitreyktum við gæsabringur og lax, útbjuggum grafnar gæsabringur, gæsalæraconfit og hreindýrasteik. Í ár heilgrilluðum við líka gæs og gerðum tilraunir með villibráðarpylsur sem enn hanga og á eftir að koma í ljós hvernig til tókst.

Meðal þeirra rétta sem er algerlega ómissandi að útbúa á  þessum degi er gæsalifrapaté og hreindýralifrapaté. Við útbúum alltaf hvorutveggja, setjum í falleg og hentug ílát og eigum sem tækifærisgjafir, nú eða þegar góða gesti ber að garði á aðventunni þá er gaman að galdra fram smárétt með litlum fyrirvara.

Uppskrift

  • 500 gr hreindýralifur, skorin í bita, um það bil 2 cm
  • 500 gr kjúklingalifur, skorin í bita
  • 3 laukar, smátt saxaðir
  • 4-6 hvítlauksrif, marin undir hnífsblaði og söxuð smátt
  • 4-5 msk. ferskt tímian (eða 4 tsk. þurrkað)
  • 4-5 msk. ferskt rósmarín (eða 4 tsk. þurrkað)
  • 3-4 tsk. salt
  • 3 tsk. pipar nýmalaður
  • 1 kg smjör – kalt, skorið í bita

Hitið ofninn í 150°C. Setjið allt nema smjörið í eldfat mót eða ofnskúffu. Breiðið álpappír vel yfir mótið. Bakið í 30 – 40 mínútur eða þar til lifrin er elduð í gegn.

hreindyrapateHellið úr ofnskúffunni í matvinnsluvél og maukið vel ásamt smjörinu.  Smakkið til með salti og pipar.

villibradadagur2Setjið í falleg mót eða krukkur.  Patéð má frysta og geymist þannig í allt að 6-8 mánuði.

Berið fram með brauði, t.d. snittubrauði sem er ristað, berjasultu eða rauðlaukssultu og salati.  Mjög góður forréttur eða smáréttur.

 

 

Þessi færsla var birt í Forréttir, Smáréttir, Villibráð og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Hreindýralifrapaté

  1. Bakvísun: Salat með heitreyktri gæsabringu | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s