Baka með ferskum ávöxtum og sítrónurjómakremi

Baka með ávöxtum Ég lofaði að setja inn uppskriftin af þessari dásemdar böku fyrir páska.  Bakan sem ég hef verið að leika mér að í vetur og er ekki bökuð heldur hrá.  Ofan á bökuna set ég  einungis ferska ávexti og ber svo með henni sítrónurjómakrem. Upplögð sem eftirréttur um páska – gott mótvægi við allt súkkulaðið sem óhjákvæmilega fylgir páskum. Í bökunni sjálfri er enginn viðbættur sykur og ekkert hvítt hveiti. Baka sem þessi hentar við hin ýmsu tilefni – dásemdar eftirréttur, ég hef líka boðið upp á hana í árdegisverðarboði og í afmælisboðum -útbúið hana í litlum bökuformum sem eru hæfileg fyrir einn og í stóru bökuformi sem henta fyrir 16-20 manns. Þetta er  baka sem einfalt er að aðlaga að smekk og aðstæðum. Uppskriftina er mjög einfalt að stækka eða minnka, allt eftir því hvað hentar og hvert tilefnið er.

Hrábaka - hráefni Uppskrift

Botn

  • 1 bolli döðlur
  • soðið vatn
  • 1 bolli möndlumjöl
  • 1 bolli kókosmjöl
  • 4 – 5 msk. kókosolía – brædd
  • 1/4 tsk. salt
  • 1/4 tsk. vanilluduft (má sleppa)

HrábökubotnHellið soðnu vatni yfir döðlurnar og látið standa í nokkrar mínútur. Hellið öllu vatninu af döðlunum og kælið þær aðeins.  Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og vel maukið saman.  Notið lausbotan bökuform (24 cm) – gott er að klæða botn þess með bökunarpappír.  Setjið deigið í bökuformið og þjappið vel í botn  og upp með hliðum formsins.  Kælið í kæliskáp í u.þ.b. klukkustund – útbúa má botninn með góðum fyrirvara, geyma í kæli og setja bökuna saman rétt áður en hún er borin fram.

Ofan á bökubotninn 

  • 200 gr. jarðarber
  • 150 gr. bláber/hindber/brómber
  • 200 gr. melóna
  • Aðrir ávextir að eigin smekk eða það sem úrvalið býður upp á hverju sinni.

Skerið ávextina í hæfilega bita.  Raðið þeim fallega á bökuna.  Á sumrin er gaman að nota falleg æt blóm til að skreyta hana enn frekar með s.s. fjólur, morgunfrú og/eða skjaldfléttu.

Sítrónurjómakrem

Hrærið gríska rjómanum og sítrónusmjörinu saman og hrærið blöndunni saman við þeytta rjómann.

Hrábökubotn Best er að setja bökuna saman stuttu áður en hún er borin fram.  Ávöxtunum er raðað fallega á botninn og sítrónusmjörkremið borið fram með henni, þá getur hver og enn valið hve mikið krem hann/hún vill fá með sinni sneið og þeir sem vilja sneiða alveg frá syrki sleppa kreminu, en sítrónusmjörið er það eina sem inniheldur sykur.

IMG_8394

Þessi færsla var birt undir Bökur, Eftirréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s