Sítrónusmjör (e.Lemon Curd)

Sítrónusmjör (e. Lemmon curd) Í fyrsta sinn útbý ég mitt eigið sítrónusmjör og váááá það er gott, fagurgult og dásamlegt.  Fram til þessa hef ég keypt breskt og ákaflega gott sítrónusmjör hjá Paul í Pipar og Salt á Klapparstígnum – ég mæli alveg með því. En í gærkvöldi útbjó ég mitt eigið og er mjög ánægð með hvernig til tókst, svo ánægð að mér finnst ástæða til að halda uppskriftinni til haga og deila henni með ykkur um leið. Ég hafði lesið nokkrar uppskriftir á netinu og horft á  a.m.k. á 2 myndbönd áður en ég hófst handa. Mitt sítrónusmjör varð frekar þunnt sem er alveg í lagi ef maður notar það út á gríska jógúrt eða í þeyttan rjóma.  Ef maður vill hafa það þykkara má blanda 1 tsk. af kartöflumjöli út í  pottinn um leið og sítrónan, sykurinn og egginn eru hrærð saman yfir vægum hita. Sítrónusmjörið nota ég aðallega út í rjóma og/eða gríska jógurt, t.d. með bökunni sem ég ætla að bera fram sem eftirrétt um páskana og hef lofað að deila uppskrift af hér.  Áður hef ég birt uppskrift að suðrænni pavlovu þar sem sítrónusmjör kemur við sögu og sítrónutertu ala Jamie Oliver, en það er líka gott með vöfflum og rjóma eða bara á ristaða brauðið.

Sítrónusmjör - hráefniUppskrift

  • 4 sítrónur, lífrænar – rifinn börkur og safi úr þeim öllum eða u.þ.b. 125 ml. af safa
  • 200 gr. sykur
  • 3 egg
  • 120 gr. smjör

Rífið börkinn af sítrónunum og gætið þess að taka bara gula partinn.  Pressið safann úr sítrónunum og mælið hann,  125 ml. eru það sem við þurfum í þessa uppskrift.

sítrónusmjörSetjið börkinn, sítrónusafann, sykurinn og eggin í pott og hærið vel saman yfir vægum hita. Hrærið vel saman yfir hitanum þar til blandan fer aðeins að þykkna, tekur um það bil 5 mínútur, en gætið þess að blandan má ekki sjóða.  Takið pottinn af hitanum.  Skerið kalt smjörið í litla bita.  Blandi smjörinu smátt og smátt út í sítrónublönduna og hærið vel saman.

Setjið í sótthreinsaða krukku og geymið í kæli.  Sítrónusmjörið geymist í kæli í nokkrar vikur.

 

 

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Meðlæti, Pestó, sultur og chutney og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Sítrónusmjör (e.Lemon Curd)

  1. Bakvísun: Baka með ferskum ávöxtum og sítrónurjómakremi | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s