Bökuð sítrónuostakaka með kókosbotni og berjacompote

Sítrónuostakaka með kókosbotniMaí er afmælismánuður hjá tengdafólkinu mínu, þau eru ekkert mikið að flækja hlutina og  eiga öll afmæli í maí. Mágur minn er 2. maí, tengdamamma 13. maí, tengdapabbi 15. maí og restina rekur elskulegur eiginmaður minn sem á afmæli 23. maí.  Það hefur verið fjör á Hrannargötunni, þar sem þau bjuggu í den, í maí hjá þessari fallegu fjögurra manna fjölskyldu. Fjörið heldur áfram hjá Vatnsholtsgenginu sem heldur að sjálfsögðu mikið upp á maí mánuð – afmælismánuðinn mikla, þegar björt vorkvöld, sólin, græna grasið og blómstrandi fjólur og fíflar minna okkur á hve þessi árstími er stórkostlegur. Þessa dásemd bakaði ég fyrir eiginmanninn í ár og bar fram sem eftirrétt við góðar undirtektir.

Hráefni - sítrónuostakakaUppskrift

Botn 

  • 50 gr. smjör
  • 100 gr. kókosmjöl
  • 50 gr. sykur
  • 1 egg

Fylling

  • 500 gr. rjómaostur
  • 100 gr. sýrður rjómi (18%)
  • 130 gr. sykur
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 4 egg
  • 50 gr. hveiti
  • 1 msk. sítrónusafi

Berjacompote

  • 300 gr. frosin hindber
  • 120 gr. sykur
  • 1/2 sítróna, skorin í  tvennt
  • 100 gr. fersk ber, bláber, hindber eða jarðarber

ATH að mikilvægt er að öll innihaldaefnin í fyllinguna séu við herbergishita þegar þið byrjið á bakstrinum. Það er því best að taka rjómaostinn, sýrða rjómann og eggin út úr ísskápnum um það bil 30 mínútum áður en hafist er handa. Þá þarf að kæla kökuna eftir bakstur í að lágmarki 4 klst. í kæliskáp.

Hitið ofninn í 180°C.  Best er að nota smelluform 23cm, setja smjörpappír í botninn og smyrja formið með bragðlítilli olíu eða bræddu smjöri.

kókosbotnBotninn:  Bræðið smjörið og hrærið kókosmjöli, sykri og eggi saman við þar til allt er vel samlagað. Setjið deigið í smelluformið og bakið við 180°C í 10 mínútur eða þar til kókosinn tekur á sig gylltan lit. Látið kólna í forminu á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:  Hrærið rjómaost, sýrðan rjóma, sykur og sítrónuberki saman og athugið að nota ekki þeytara heldur K-ið á hrærivélinni því við viljum alls ekki fá mikið loft í fyllinguna.  Bætið eggjunum saman við einu í senn, þá sítrónusafanum og að lokum er hveitinu hrært saman við.  Hellið yfir kókosbotninn sem nú hefur kólnað svolítið. Bakið í 30 – 35 mínútur eða þar til kakan hefur fengið á sig ljós-gylltan lit og aðeins risið í forminu. Kælið í smá stund á borði, en setjið síðan í ísskáp og kælið í 4 klst.að lágmarki, má vera lengur.

IMG_7554Berjacompote: Setjið frosin hindber, sykur og sítrónu í pott og hitið að suðu.  Látið sjóða við háan hita í nokkrar mínútur eða þar til blandan þykknar aðeins.  Takið af hitanum, veiðið sítrónubátana upp úr og kreistið allan safa úr þeim yfir berin.  Kælið.

IMG_7597Hrærið fersku berunum saman við kalda hindberjablönduna rétt áður en berjacompotið er sett ofan á kalda kökuna og hún borin fram.

IMG_7613

 

 

 

 

 

Þessi færsla var birt í Bakstur, Eftirréttir, Uncategorized og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s