Þorskur í tómat- og karrýsósu

Þorskur í tómat og karrýsósu Fljótlegur, fallegur og firnagóður fiskréttur með indverskum blæ. Bragðmikill og ákaflega góður á dimmu desemberkvöldi. Það er þakklátt að uppgötva svona rétti – tala nú ekki um á aðventunni þegar fiskneysla er ef til vill minni en á öðrum árstímum. Á vafri mínu um ansi velskipað matreiðslubókasafn mitt datt ég niður á uppskrift líka þessari hjá vini mínum Hugh Farnley-Whittingstall, breytti henni og stílfærði að smekk og takt við það sem til var í skúffum og skápum. Unglingurinn sem þreytir menntaskóla-jólapróf umlaði af ánægju, betri meðmæli eru vandfundin.

img_8555Uppskrift 

 • 1 msk. olía
 • 1 laukur skorinn fremur smátt
 • 1,5 cm ferskt engifer, rifið á rifjárni
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 msk. gott karrý (milt madras)
 • 2 msk. tómatpúrra
 • 150-200 ml. kókosmjólk
 • 1/2 tsk. hunang
 • 700 gr. þorskur, eða annar hvítur fiskur
 • safi úr 1/2 lime (eða sítrónu)
 • salt og pipar

Meðlæti og ofan á réttinn

 • gróft söxuð steinselja eða kóríander
 • smávegis af svörtum laukfræjum (Kalonji)
 • Soðin basmati hrísgjón, eða önnur góð grjón

Hitið olíuna á pönnu yfir fremur lágum hita og látið laukinn malla í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til hann er alveg mjúkur og glær (ekki brúna hann).

tomat-og-karry-fiskurBætið rifnu engifer, hvítlauk og karrý út í og hrærið vel saman.  Bætið þá tómatpúrru,  kókosmjólk og hunangi út í, hærið saman. Kryddið með salti og pipar og látið malla við vægan hita í 10 mínútur.

Skerið fiskinn í bita og setjið út í sósuna, látið malla í 2-3 mínútur, snúið fiskinum og látið malla í aðrar 2-3 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.  Gætið þess að ofelda fiskinn ekki og munið að hann heldur áfram að eldast eftir að hann er tekinn af hitanum.

Kreystið lime safa yfir pönnuna og blandið varlega saman.

Stráið laukfræjum og gróft skorinni steinselju yfir fiskinn og berið fram með góðum hrísgrjónum.

img_8563

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Indverskir réttir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s