Lambaframpartur með miðausturlenskum blæ

Miðausturlenskur lambaframparturLamb sem kryddað er með velristuðu og steyttu broddkúmeni og kóríander ilmar ekki bara dásamlega heldur er einnig hreint afbragð. Í kvöld smellti ég heilum framhrygg í pottofn, smurði með smjöri, kryddaði vel og leyfði honum síðan að malla á meðan ég skellti í eina þvottavél og lauk við skattskýrsluna. Talandi um skattskýrslur, magnað hvað það er orðið einfalt og fljótlegt fyrir allt venjulegt launafólk að skila þeim. Ég gleymdi mér reyndar, fékk frest og skilaði samt aðeins of seint – var svo upptekin við að njóta þess að vera til, vona að Hr. Skúli yfirskattamann taki við afsökunarbeiðni minni hér og nú!

En aftur að kvöldmatnum sem var með miðausturlenskum blæ þetta kvöldið.  Kjötið er einfalt að matbúa og getur vart klikkað, meðlætið uppáhalds-sætkartöflusalatið mitt, uppskriftina getur þú nálgast hér og einfalt kúskús með smátt skornum þurrkuðum aprikósum, pistasíuhnetum og ferskri steinselju.

Lambaframpartur - hráefniUppskrift (f. 4)

  • 1 lambaframpartur u.þ.b. 1,4 kg. með beini
  • 30 gr. smjör (mjúkt)
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1 msk. heil kóríander-fræ
  • 1 msk. heil broddkúmen-fræ
  • 2 msk. ferskt tímían eða 2 tsk. þurrkað
  • 1/2 tsk. þurrkuð chilifræ
  • salt og pipar eftir smekk

Hitið ofninn í 180°C.

Mýkið smjörið aðeins ef það er tekið beint úr kæli, en bræðið það ekki alveg.  Smyrjið frampartinn vel með smjörinu.

Ristið kóríander og broddkúmen fræin á heitri þurri pönnu, steytið fræin og blandið öllu kryddinu saman.

IMG_9795 Nuddið kryddblöndunni og pressuðum hvítlauknum vel yfir kjötið.

Setjið kjötið í ofnpott með loki og eldið í 180°C heitum ofninum í 1,5 klst.  Takið á ofnpottinn út, setjið 1-2 bolla af vanti í pottinn, hækkið hitann í 200°C og bakið áfram í 20 – 30 mínútur eða þar til komin er góð skorpa á frampartinn. Sigtið soðið og notið sem sósu ég gaf mér ekki tíma til að sjóða það meira niður, en það var mjög sterkt og bragðgott eins og það kom beint úr pottofninum.

Berið fram með soðinu ásamt sætkartöflusalati og góðu kúskús.

 

Þessi færsla var birt í Kjötréttir, Miðausturlenskir réttir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s