Rósmarín nautaspjót

IMG_0174Ég er á leið til Barcelona annaðkvöld og ætti að vera að pakka, en þess í stað hef ég gluggað í þessa bók hér ….

…. og velti fyrir mér hvar ég ætla að borða næstu 7 kvöld án þess þó að vera búin að binda nokkuð. Mögulega, kannski ætti ég að vera að pakka – því á morgun er ekki nokkur tími til þess – líklega fer ég beint úr vinnunni upp á flugvöll.  Sem betur fer er ég gift frekar, tja mögulega mjög, umburðarlyndum manni, sem er asskolli fær í að pakka ofan í ferðatöskur. Sálf er meira en lítið léleg í því auk þess sem mér finnst það hreint hundleiðinlegt. Ég ákvað því að smella í eina færslu sem hugsanlega er unnt að flokka sem Tapas rétt og liggja í ferðabókum – þið fáið að njóta með mér 🙂

IMG_0121Uppskrift

 • 5 – 600 gr.nautakjöt t.d. shirlon steik, skorin í bita ca. 2×2 cm.
 • 2 msk. olífuolía
 • 1 msk. dijon sinnep
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 2 msk. rósmarín, ferskt og saxað smátt
 • 2 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og saxaðir smátt
 • Svartur pipar
 • Grillpinnar
 • 24 konfek tómatar
 • 12 – 24 fremur litlir sveppir
 • Salt

Hrærið  saman olífuolíu, sinnepi, sítrónusafa, rósmarín, hvítlauk og pipar og hellið yfir nautakjötsbitana. Þekjið ílátið og leyfið að marinerast í a.m.k. 2 klst. en einnig er gott að láta marinerast yfir nótt.

Leggið grillpinnana í bleyti ef þið notið trépinna, svo það kveikni síður í þeim þegar grillað er.

IMG_0147Þræðið mareneruðu kjöti, sveppum og tómötum upp á grillpinnana og grillið í 5 mínútur á hvorri hlið.

IMG_0162Saltið og berið fram strax, sem hluta af smáréttarborði eða með góðu sallati og öðru grilluðu meðlæti s.s. kartöflum eða perlubygg salati með grlluðu grænmeti sem ég lofa að birta uppskrift af hér áður en langt um líður, en þangað til getið þið keypt nýjast tölublað Sumarhússins og garðsins – sumarblaðið en þar birti ég þá uppskrift fyrst 🙂IMG_0181

Þessi færsla var birt í Grillréttir, Kjötréttir, Smáréttir, Vinsælar uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s