Skyr, rjómi og rabarbari á nýstárlegum nótum

Skyr, rjómi og rabarbariÞær eru þó nokkrar uppskriftirnar á þessum vef þar sem rabarbarinn kemur við sögu og í dag bætist enn ein í þann ágæta hóp.

En byrjum á upprifjun, hér fyrir neðan er nokkrar af minum uppáhalds rabarbara uppskriftum;

IMG_6782

Þessi baka er í algjörum sérflokki.   Jarðaber og engifer fara einstaklega vel með rabarbaranum og stökkt lokið er hrein dásemd. Sú rabarbarauppskrift sem ég nota oftast.

Rabarabara og aprikósu chuntney

Eitt besta rabarbarachutney sem ég hef bragðað, mjög gott með ostum og öllum austurlenskum mat. Þurrkaðar aprikósur, chili, engifer og karrý ásamt rabarbaranum sameinast um að kitla bragðlaukana svo um munar.

Rabarabaraskúffukaka

Skúffukaka með rabarabara er fullkomin sunnudagskaka á þessum árstíma – uppskriftin er hér

Rabarbarasíróp

Það er gaman að gera síróp úr rabarbaranum og  enn betra þegar jarðaber eru höfð með, hér er hratið einnig nýtt – engin matarsóun á ferð 🙂  Uppskriftina finnið þið hér

En aftur að uppskrift dagsins.  Skyr, rjómi og rabarbari – innihaldið verður vart þjóðlegra.  Það má baka rabarbarann með góðum fyrirvara, hann geymist í rúma viku í kæliskáp.

Uppskrift

  • 500 gr. rabarabari
  • 1 appelsína, safi og fínt rifinn börkurinn
  • 4-8 msk. gott hunang
  • 1 stór dós vanilluskyr (500 gr.)
  • 1 peli rjómi (2,5 dl.)

RabarabariSkerið rabarbarann í 4-5 cm bita og raðið í eldfast mót. Kreystið safann úr appelsínunni og rífið ysta lagið af berkinum fínt og dreifið jafnt yfir rabarbarann.  Dreipið hunanginu yfir og bakið í 150 C í 45 – 50 mínútur.  Kælið.

Hrærið skyrið vel, þeytið rjómann og blandið skyri og rjóma vel saman.

Setjið rjómaskyrblönduna og rabarabara í nokkrum lögum í falleg glös, skreytið með ferskum fjólum eða öðrum ætum blómum og berið fram. Einfaldur, þjóðlegur, fallegur en umfram allt dásamlega góður eftiréttur.

Skyr, rjómi og rabarbari

 

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Eftirréttir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s