Tortilla kryddblanda á þriðjudegi

IMG_8529Þegar vinnudagarnir eru langir er svo gott að grípa í fljólega rétti sem samt eru hollir og góðir. Þessi er mjög vinsæll í Vatnholtinu og hefur verið um margra ára skeið.  Meðlætið  fer nú alveg eftir því hvað er til, í hvaða stuði við erum og auðvitað spilar tíminn sem við gefum okkur í matseldina miklu. Þannig er mismikið lagt í meðlætið en mikið og ferskt grænmeti er ómissandi. Á góðum dögum gerum við ferska salsa og guacamole. Í dag reyndust báðir avacadó ávextirnir sem við keyptum ónýtir svo quacamole býður betri tíma. Alveg væri ég til í að borga aðeins meira fyrir avacadó og geta þá treyst því að fá rétt þroskaðan og góðan ávöxt.

Við gerum okkar eigin kryddblöndu fyrir tortillur, notum góð krydd og eigum blönduna tilbúna í krukku þegar löngunin í tortillu grípur okkur. Þessi kryddblanda hentar hvort sem er fyrir nautahakk eða kjúkling.

Kryddblanda uppskrift

  • 3 msk. cumin fræ (nota má duft en bragðið er dýpra af ristuðum fræjum)
  • 3 msk. chiliduft
  • 3 msk. paprikuduft
  • 2 msk. laukduft
  • 1 msk. hvítlauksduft
  • 1 msk. oreganó
  • 1 og 1/2 msk. sjávarsalt (Reykjanes eða Maldon)
  • 1 tsk. svört piparkorn

IMG_8507Ristið cuminfræin á pönnu í smá stund eða þar til kryddið fer að ilma dásamlega – hristið pönnuna reglulega og passið að víkja ekki frá pönnunni…. ég tala af reynslu þegar ég segi að það er auðvelt að brenna krydd 🙂

IMG_8511Setjið ristuðu cuminfræin í mortél og steytið, bætið svörtu piparkornunum út í og myljið þau líka. Þá er saltinu bætt út í og það mulið saman við.

IMG_8523Loks er öllum kryddunum blandað vel saman og sett í góða krukku.

Hefbundin tortillu-kvöldverður hjá okkur sem erum orðin þrjú í heimili samanstendur af:

  • 250 – 300 gr. gott nautahakk – mæli með að kaupa beint frá býli t.d. í gegnum Frú Laugu.
  • 1 msk. krydd blanda
  • 1/2 – 1 dl. vatn

Kjötið er steikt á pönnu og kryddað, bætið vatni á pönnuna og látið sjóða þar til vatnið er að mestu gufað upp.

Borið fram með heitum tortilla kökum,  salsa sósu, rifnum osti, kotasælu eða sýrðum rjóma og fullt af fersku og smátt skornu grænmeti til dæmis:

  • tómatar
  • gúrka
  • paprika
  • kúrbítur
  • rauðlaukur
  • salat
Þessi færsla var birt í Kjötréttir, Mexikóskir réttir og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Tortilla kryddblanda á þriðjudegi

  1. Elín sagði:

    Við prófuðum þessa kryddblöndu í gærkvöldi – vá hvað hún er góð 🙂 Takk fyrir að deila henni með okkur Berglind mín!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s