Hjónabandssæla

IMG_9131Unglingurinn á heimilinu hefur alltaf haft gaman að því að spreyta sig í eldhúsinu – sérílagi við bakstur. Hjónabandssæla ala amma Dísa er eitt af því sem henni finnst mikilvægt að haldið sé til haga og gleymist alls ekki. Við höfum tekið þessa gömlu og góðu uppskrift og aðeins aðlagað hana, minnkað sykurinn töluvert og skipt smjörlíki út fyrir smjör. Það er þó alveg óþarfi að útrýma sykri og hveiti alveg þó við þurfum að vera meðvituð. Lítil sneið af góðri köku með kaldri mjólk eða góðu kaffi á sunnudegi gerir okkur bara gott.

Uppskrift

  • 150 gr. haframjöl
  • 250 gr. hveiti
  • 150 gr. púðursykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 225 gr. smjör
  • 1 egg
  • u.þ.b. 150 gr. rabarabarasulta

hjonabandssaelaBlandið saman haframjöli, hveiti, púðursykri og matarsóda.  Myljið kalt smjörið saman við og bætið egginu við. Hnoðið saman í hrærivél.

Smyrjið kringlótt form með lausum botni. Takið 2/3 af deiginu og þrýstið þvi í botn og upp með hliðum formsins. Smyrjið sultuna yfir deigið í forminu og myljið afganginn af deiginu yfir sultuna. Bakið við 175°C í 40 – 45 mínútur.

 

Þessi færsla var birt í Bakstur, Kökur og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s