Opin samloka á ítalska vísu (Bruschetta)

IMG_9213Það er varla unnt að kalla þetta uppskrift, meira aðferð – en allt um það, opnar samlokur á ítalska vísu eru ekki bara góðar heldur líka fallegar og gaman bera fram og njóta. Smá fyrirhöfn á köldum sunnudagsmorgni, svona undir hádegi, er vel þess virði – maður fer einhvernveginn betur inn í daginn. Hafið í huga að það er ekki nauðsynlegt að hafa allt þetta hráefni á brauðsneiðinni, hvítlaukur, tómatar og mozzarella er í sjálfu sér meira en nóg til að fá okkur til að umla af gleði og ánægju.

IMG_9190Uppskrift/aðferð 

  • Súrdeigsbrauðsneiðar
  • Hvítlauksgeiri
  • Pestó með sólþurrkuðum tómötum
  • Klettakál
  • Hráskinka
  • Tómatar vel þroskaðir
  • Mozzarella-ostur
  • Basil ferkst (má sleppa)
  • Nýmalaður pipar

IMG_9196Steikið brauðið á grillpönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, það er líka unnt að rista brauðið í hefðbundinni ristavél eða inn í heitum ofni.

IMG_9198Skerið hvítlaukinn í tvennt og nuddið brauðsneiðina með sárinu á hvítlauknum. Smyrjið brauðið með pestó. Raðið klettakáli, hráskinku, tómötum, mozzarellaosti og fersku basil á brauðsneiðina. Loks er örlitlum nýmöluðum pipar stráð yfir og borið fram – Bon Appétit.

IMG_9199

Þessi færsla var birt í Ítalskir réttir, Smáréttir og merkt sem , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s