Velkrydduð gulrótar- og linsubaunasúpa

IMG_9298Á haustin finnst mér svo gott að útbúa heitar og góðar súpur úr öllu því dásamlega íslenska grænmeti sem stendur okkur til boða í verslunum og/eða við ræktum sjálf.  Raunar er haustið búið og veturinn kominn, en íslensku gulræturnar eru ennþá til svo dásamlega safaríkar og sætar -upplagðar í góða súpu, velkryddaða með rauðum linsum. Þetta er líka góð aðferð til að fá börn og unglinga til að borða meira af þessu holla og góða hráefni, en gætið þess að minnka kryddið, sérílagi chili og engifer ef til stendur að elda þessa súpu fyrir börn, þau eru yfirleitt ekki hrifin af of sterkum mat. Ég vil hins vegar láta súpuna rífa aðeins í og er smátt og smátt að koma unglingnum á bragðið.

Kertaljós, góð súpa og sögustund í lok dags við matarborðið er gæðastund.  Verði ykkur að góðu.

IMG_9268Uppskrift

  • 500 gr. gulrætur
  • 100 gr. rauðar linsubaunir
  • 1 + 1 tsk. cumin fræ (önnur í súpuna sjálfa og hin ofan á hana þegar hún er borin fram)
  • 1 tsk. kóriander fræ
  • 1/4 – 1/2 rauður chili
  • 1-2 cm bútur af fersku engifer
  • 2 tsk. olívu olía
  • 1 l. heitt grænmetissoð (ég nota kraft sem er án gers, msg og glútens)

Ofan á súpuna 

  • ristuð cumin fræ
  • hrein jógurt
  • ferskt kóríander eða flatblaðasteinselja

gulrotasupaRistið cumin fræin á þurri pönnu eða bara í pottinum sem þið hyggist nota fyrir súpuna.  Takið helminginn og setjið í mortél en geymið helminginn til að strá yfir súpuna þegar þið berið hana fram.  Ristið kóríander fræin og setjið í mortélið með cumin fræjunum og steytið.

Skerið chili smátt en gulrætur og engifer í grófa bita. Hitið olíuna í pottinum, setjið gulrætur, baunir, chili, engifer og krydd út í pottinn og leyfið að malla aðeins í olíunni.  Hellið grænmetissoðinu yfir og láti malla við lágan hita í u.þ.b. 15 mín. eða þar til gulrætur og baunir eru mjúk. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram í fallegum skálum og skreytið með jógúrt, cumin og ferskri steinselju eða kóríander.

Þessi færsla var birt í Súpur og merkt sem , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s