Ofnbakaður karrý-kjúklingur

IMG_9597Það er án efa aðeins meiri fyrirhöfn fólgin í því að gera karrý frá grunni en að kaupa það tilbúið í krukku, en þeir sem til þekkja vita hve miklu betra slíkt karrý er. Sunnudagskvöld og annasamri og ánægjulegri helgi lokað með þessum góða rétti sem öll fjölskyldan var sammála um að væri einn sá besti. Meira að segja unglingurinn var á þeirri skoðun að þetta væri langbesti kjúklingaréttur sem hún hefði smakkað. Hugmyndin er fengin úr nýlegri bók Hugh Farnley – River Cottage – Every Day – en að sjálfsögðu breytt og aðlöguð að því sem til var í kryddskúffunni minni. Ég á von á að þessi réttur verði fljótlega aftur á borðum hér í Vatnholtinu – svo góður er hann.

IMG_9576Uppskrift

 • 1 1/2 tsk. broddkúmen fræ
 • 1 1/2 tsk. kóríander fræ
 • 1 1/2 tsk. fennel fræ
 • 2 tsk. túrmerik
 • salt og pipar
 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1/2 – 1 chili
 • 3-4 cm engifer ferskt
 • 3 – 4 msk. olía
 • 1 heill kjúklingur skorin í 6 bita
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 dós eða ferna af kókosmjólk

karry-kjuklinguRistið broddkúmen-, kóríander- og fennelfræin á þurri pönnu í eina til tvær mínútur og steytið þau síðan í mortéli. Blandið túrmerik, salti og pipar saman við.

Setjið gróft skorinn lauk, hvítlauk, chili, og engifer í matvinnsluvél og maukið vel.

Kryddið kjúklingabitana með kryddblöndunni. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabitana á öllum hliðum á meðalheitri pönnunni – gott er að steikja fáa bita í einu til að fá fallega gullin lit á bitana. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið í eldfast mót eða á pönnu sem má fara í ofn.

Lækkið hitan undir pönnunni og setjið afganginn af kryddblöndunni á hana, steikið kryddið í mínútu eða svo og bætið þá laukblöndunni út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið olíu á pönnuna ef þörf er á.

Setjið tómata og kókosmjólk í matvinnsluvélina og maukið – (ath. óþarfi er að þrífa matvinnsluvélina eftir laukblönduna).  Hellið blöndunni út á pönnuna yfir laukblönduna og látið suðuna koma upp.

Hellið sósunni yfir kjúklingabitana, þekjið alla bitana, en skafið síðan sósuna að mestu ofan af þeim svo þeir nái að brúnast þegar þeir eru bakaðir í ofninum.  Bakið í opnu fati eða á pönnu án loks við 180°C í 1 klst.

Berið fram með basmati hrísgrjónum og grænu einföldu salati.

Þessi færsla var birt í Indverskir réttir, Kjötréttir og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s