Spaghettí m/reyktum lax og snjóbaunum

IMG_9510Þrátt fyrir mikla umræðu og fjölda uppskrifta af kolvetna snauðum mat þá er það sönn ánægja að deila einni af uppáhalds pastauppskrifinni okkar hér. Einfaldur og ákaflega fljótlegur réttur sem bæði inniheldur heilan helling af kolvetnum og rjóma – dásamlega góður. Þessi réttur hefur fylgt okkur um margra ára skeið og er alltaf jafn vinsæll, bæði hjá börnum og fullorðnum.  Ég hef þá trú að hóflegt magn af kolvetnum, rjóma og jafnvel smjöri geri okkur bara gott svo fremi við erum meðvituð um mikilvægi fjölbreytts mataræðis og gætum að hófsemi í magni.  Mikilvægara er að mínum mati að huga að uppruna matarins og því að nota gott hráefni.

IMG_9494Uppskrift (fyrir 3)

  • 250 gr. spaghettí
  • 250 gr. reyktur lax
  • 200 gr. snjóbaunir eða aðrar góðar baunir (ferskar eða frosnar)
  • 2 dl. matreiðslurjómi
  • 1 msk. olífuolía
  • 1-3 hvítlauksgeirar
  • salt og pipar
  • rifinn parmesan ostur og nokkur blöð af ferskri basiliku (rauð var hún í þetta sinn)

Sjóðið spaghettíið í vel-söltu og bullsjóðandi vatni skv. leiðbeiningum á pakkanum eða þar til það er „al dente“ sem þýðir að það er enn dálítið bit í því.

Hitið olíuna á pönnu og steikið baunirnar í smástund við vægan hita. Bætið pressuðum hvítlauk á pönnuna.  Hellið rjómanum yfir og hitið að suðu. Saltið og piprið en gætið að því að salta ekki of mikið því laxinn getur verið svolítið saltur.

Skerið laxinn í hæfilega bita – ekki of smáa.

Þegar spahettíið er soðið er vatninu hellt frá og pastanu bætt út á pönnuna með baununum og rjómanum. Laxinn settur út á heitt pastað og öllu hrært vel saman.

Berið strax fram með rifnum parmesan osti og einföldu fersku salati.

IMG_9513

Þessi færsla var birt í Ítalskir réttir, Fiskur og sjávarfang, Pasta og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s